Fréttir og tilkynningar

25.janúar 2012

Ársuppgjör afurðaskýrslna í nautgriparæktinni 2011

Niðurstöður afurðaskýrslna í nautgriparæktinni fyrir árið 2011 hafa nú birst á nautgriparæktarsíðum bondi.is og má skoða þær nánar hér. Fjöldi búa, skráðra í skýrsluhaldið, var í árslokin 598 og skýrsluskil fyrir desember hafa nú náð 98%.

06.janúar 2012

Landsráðunautur í alifugla- og svínarækt

Bændasamtök Íslands óska eftir að ráða starfsmann − landsráðunaut − til að veita alhliða fagráðgjöf í alifugla- og svínarækt. Markmið starfsins er að stuðla að aukinni framleiðni, hagkvæmni og eflingu þessara greina landbúnaðarins. Um tímabundið starf er að ræða, til eins árs með möguleika á framlengingu.

04.janúar 2012

Gengið á hlunnindarétt bænda

Mikill ágreiningur er um tillögur starfshóps sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skipaði í september sl. um verndun og endurreisn svartfuglastofna. Ekki var farin sú leið að semja við hlunnindabændur ...

04.janúar 2012

Raforkuverð: Landsmönnum mismunað

Bændasamtök Íslands hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna hækkunar á dreifingarkostnaði raforku frá RARIK: Þann 30. desember sl. tilkynnti RARIK hækkun á verðskrá sinni fyrir dreifingu og flutning á raforku.

04.janúar 2012

Orðsending til garðyrkjubænda vegna beingreiðslna

Ný reglugerð nr. 1277/2011 um beingreiðslur í garðyrkju fyrir árið 2012 hefur tekið gildi. Þeir sem hafa hug á að þiggja beingreiðslur á árinu 2012 þurfa að skila inn umsókn og/eða áætlun til Bændasamtaka ...

03.janúar 2012

Ný reglugerð um greiðslumark mjólkur

Þann 29. desember sl. var birt ný reglugerð um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda fyrir verðlagsárið 2012. Heildargreiðslumark til framleiðslu mjólkur verður 114,5 milljónir lítra, en var á síðasta ári 116 milljónir lítra.

03.janúar 2012

Nýjar reglur vegna kynbótaverkefna í nautgriparækt

Nýjar reglur um greiðslur vegna kynbótaverkefna í nautgriparækt tóku gildi 1. janúar sl. og gilda út árið.

29.desember 2011

Breytingar á staðgreiðslu 2012

Breytingar verða á staðgreiðslu og tryggingargjaldi nú um áramótin. Breytingar hafa verið gerðar á skattþrepum, prósentutölu, persónuafslætti og ...

29.desember 2011

Stuðningur við nýliðun í kúabúskap

Bændasamtök Íslands, Landssamband kúabænda og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hafa gert samkomulag sín á milli um að stofna starfshóp sem hefur það hlutverk að útfæra reglur um stuðning vegna nýliðunar í stétt kúabænda.

28.desember 2011

Frá Nautastöð BÍ Hesti

Eins og fram hefur komið valdi fagráð í nautgriparækt ný reynd naut til notkunar á fundi sínum 19. desember sl. Vel gengur að dreifa sæði úr þessum nautum til frjótækna og um áramót verður það komið á Suðurland, Vesturland, í Húnavatnssýslur, Skagafjörð, Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur. Strax eftir áramót hefst dreifing á Vestfirði og á Austurland.