Fréttir og tilkynningar

25.ágúst 2017

Færeyingar komu, sáu og sigruðu

Embluverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í ráðhúsinu í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Það voru Færeyingar sem voru sigurvegarar kvöldsins en þeir sópuðu að sér þremur verðlaunum af sjö.

24.ágúst 2017

Hver vinnur til Embluverðlaunanna?

Embluverðlaunin, samnorræn matarverðlaun, verða afhent síðar í dag í Kaupmannahöfn í fyrsta sinn. Athöfnin er haldin í tengslum við matarhátíðina Copenhagen Cooking ...

10.ágúst 2017

Sindri svarar félagsmálaráðherra varðandi matvælaverð og innflutning matvæla

Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, svarar á Facebook-síðu sinni hugleiðingum Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra um matvælaverð sem hann viðraði á sinni Facebook-síðu á þriðjudaginn síðastliðinn.

03.ágúst 2017

Yfirlýsing frá stjórn BÍ vegna stöðu sauðfjárræktarinnar

Stjórn Bændasamtaka Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu sauðfjárræktar í landinu. Þær miklu afurðaverðslækkanir sem boðaðar hafa verið í haust auk seinkana á greiðslum munu valda bændum verulegum vanda á næstu mánuðum.

03.ágúst 2017

Er þitt bú öruggur og góður vinnustaður?

Bændasamtökin hafa í samvinnu við nokkur búnaðarsambönd starfrækt vinnuverndarverkefnið „Búum vel”.

19.júlí 2017

Sumarlokun hjá BÍ

Skrifstofur Bændasamtaka Íslands verða lokaðar frá og með 24. júlí til og með 11. ágúst vegna sumarleyfa.

13.júlí 2017

Reglugerð birt um notkun á þjóðfánanum

Breytingar á lögum um þjóðfána Íslendinga voru samþykktar á Alþingi í apríl á síðasta ári. Með þeim þarf ekki sérstakt leyfi til að nota fánann við markaðssetningu á vöru eða þjónustu.

28.júní 2017

Félagsmenn í BÍ fá afslátt af jord.is

Þessa dagana eru reikningar vegna veflæga skýrsluhaldskerfisins jord.is á eindaga. Hundruð bænda nýta sér forritið ...

22.júní 2017

Mikilvægt að fara vandlega yfir áhrif Brexit á viðskipti með landbúnaðarafurðir

Mikilvægt er fyrir Ísland að undirbúa vel útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, enda liggja gríðarlegir hagsmunir þar undir. Um 11% af þjónustu- og vöruviðskiptum Íslands fara til Bretlands.

07.júní 2017

Upptökur aðgengilegar frá ráðstefnunni Úrgangur í dag - auðlind á morgun

Ráðstefnan Úrgangur í dag – auðlind á morgun sem fjallaði um lífrænar aukaafurðir var haldin á Grand Hótel þann 24. maí síðastliðinn. Glærur og upptökur frá ráðstefnunni eru nú aðgengilegar.