Fréttir og tilkynningar

09.nóvember 2020

Málþingið Lífræn ræktun, umhverfi og lýðheilsa

Fimmtudaginn 12. nóvember heldur Fagráð í lífrænum búskap málþingið Lífræn ræktun, umhverfi og lýðheilsa. Málþingið fer fram rafrænt frá klukkan 10.00 – 16.00 og má nálgast á vef Bændablaðsins.

05.nóvember 2020

Samningur um afleysingaþjónustu fyrir bændur framlengdur til áramóta

Samningur um afleysingaþjónustu til bænda sem veikjast af völdum COVID-19 hefur verið framlengdur til áramóta.

Samningur Bændasamtakanna við Félagsmálaráðuneytið og Vinnumálastofnun vegna afleysingaþjónustu til bænda sem veikjast af COVID-19 hefur verið framlengdur til áramóta.

28.október 2020

Hótel Sögu lokað

Hótel Sögu verður lokað næstu mánaðamót, 1. nóvember vegna bágrar stöðu í kjölfar COVID 19-faraldursins.

Hótel Saga er tvímælalaust eitt glæsilegasta hótel landsins og hefur COVID-19 faraldurinn haft verulega neikvæð áhrif á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi og um allan heim. Hótel Saga er þar ekki undanskilin. Stjórnendur hótelsins eru nauðbeygðir til að loka hótelinu frá og með 1. nóvember næstkomandi. Önnur starfsemi í húsinu verður óbreytt.

22.október 2020

Breytt fyrirkomulag varðandi orlofsíbúð Bændasamtakanna

Eftir litla notkun á orlofsíbúð Bændasamtakanna við Þorrasali í Kópavogi, vegna COVID-ástandsins og mikilla afbókana síðan í vor, hefur fyrirkomulagi á leigu verið breytt þannig að nú er hægt að leigja út íbúðina einn sólarhring í einu ásamt helgar- og vikuleigu eins og áður var.

21.október 2020

Hótel Saga áfram í greiðsluskjóli

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á að framlengja greiðsluskjól Hótel Sögu ehf. og Bændahallarinnar ehf. til 7. apríl 2021 til fjárhagslegrar endurskipulagningar. Fyrra greiðsluskjól rann út 7. október.

20.október 2020

Tollasvindl

Fyrir nokkrum misserum vaknaði grunur um það að innflutningstölur á landbúnaðarafurðum til Íslands væru ekki í samræmi við...

14.október 2020

Ríkisstjórnin samþykkir að bæta kal- og girðingatjón

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur lagt til í ríkisstjórn að Bjargráðasjóði verði tryggt aukið fjármagn á þessu ári vegna óvenju mikilla kal- og girðingatjóna síðasta vetur.  Ríkisstjórnin hefur samþykkt að vísa málefnum sjóðsins til vinnslu frumvarps til fjáraukalaga 2020. Samanlagt tjón metið á 960 milljónir króna Kal- og girðingatjón er metið á 960 millj...

07.október 2020

Bændasamtökin fordæma ummæli ráðherra

Bændasamtök Íslands mótmæla harðlega þeim málflutningi Kristjáns Þórs Júlíussonar ráðherra landbúnaðarmála sem fram kom á Alþingi...

05.október 2020

Leiðbeiningar RML og BÍ til bænda vegna COVID-19

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) og sóttvarnarteymi Bændasamtaka Íslands hafa gefið út uppfærðar leiðbeiningar vegna hauststarfa bænda, sem taka mið af nýjum samkomutakmörkunum yfirvalda og sóttvarnalæknis.

10.september 2020

Íslenskt - láttu það ganga

Bændasamtök Íslands eru þátttakandi í átakinu Íslenskt - Láttu það ganga, um aukna verðmætasköpun og að verja störf, sem hófst formlega í dag. Markmiðið er að efla vitund landsmanna um neysluhegðun og útskýra þau keðjuverkandi áhrif sem verða þegar við veljum innlenda þjónustu og skiptum við innlend fyrirtæki.