Fréttir og tilkynningar

04.október 2018

Bændur krefjast nánari skýringa um breytingar í ráðuneyti landbúnaðarmála

Í síðustu viku bárust fregnir af því að hætt hafi verið við ráðningu skrifstofustjóra á skrifstofu matvæla og landbúnaðar í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

24.september 2018

Embluverðlaunin veitt á Íslandi árið 2019

Bændasamtökin taka virkan þátt í samstarfi norrænna bændasamtaka í gegnum félagsskapinn NBC. Í síðustu viku var hópur fulltrúa frá Norðurlöndunum ...

31.ágúst 2018

Yfirlýsing frá samninganefnd bænda og ríkisins um endurskoðun sauðfjársamnings

Samninganefnd um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar hefur sent frá sér eftirfarandi sameiginlega yfirlýsingu:

20.ágúst 2018

Nýsköpunarstarf í sveitum - Gríptu boltann!

Framleiðnisjóður landbúnaðarins og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins standa í ágústmánuði fyrir fundaherferðinni „Gríptu boltann“ sem hefur það markmið að hvetja til nýsköpunar í sveitum.

20.ágúst 2018

Fyrsti fundur samninganefndar um sauðfjársamning

Fulltrúar bænda á leið á fyrsta fund. Frá vinstri: Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri LS, Sigurður Eyþórsson, framkv.stj. BÍ, Einar Ófeigur Björnsson, stjórnarmaður í BÍ og Oddný Steina Valsdóttir, formaður LS.

Fyrsti fundur samninganefndar um endurskoðun sauðfjársamnings er haldinn mánudaginn 20. ágúst. Fulltrúi landbúnaðarráðherra í nefndinni verður Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrum þingkona og forseti Alþingis.

27.júlí 2018

Endurskoðun sauðfjársamnings flýtt

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur í samráði við Bændasamtök Íslands ákveðið að flýta viðræðum um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar og verða skipaðar samninganefndir á vegum ríkisins og bænda á næstu dögum.

18.júlí 2018

Velferðarsjóður BÍ tekur til starfa

Á ársfundi BÍ í mars 2017 var samþykkt að stofna Velferðarsjóð Bændasamtaka Íslands sem hafi það hlutverk að styðja fjárhagslega við félagsmenn samtakanna er þeir verða fyrir áföllum í búskap sínum.

03.júlí 2018

Vilt þú setja upp hleðslustöð fyrir rafbíla?

Í vetur auglýsti verkefnið Hleðsla í hlaði eftir bændum sem hafa áhuga á því að setja upp hleðslustöð fyrir rafbíla. Á þriðja tug bænda og rekstraraðila í ferðaþjónustu hafa sýnt áhuga en verkefnastjórn vill þétta netið enn frekar og óskar eftir þátttöku fleiri bænda. Fyrstu stöðvarnar eru komnar upp og bráðlega bætast við fleiri. Ávinningur: • Sala á rafmagni er ný tekjulind • Viðbót við...

03.júlí 2018

Ábyrg matvælaframleiðsla - UPPTÖKUR

Matvælalandið Ísland hélt ráðstefnu 31. maí í Hörpu þar sem fjallað var um ábyrga matvælaframleiðslu og heimsmarkmið SÞ.

02.júlí 2018

Sameiginleg yfirlýsing frá stjórnum BÍ og RML

Á síðustu mánuðum hafa birst ítrekað greinar eftir Jón Viðar Jónmundsson, fyrrverandi starfsmann RML og þar áður BÍ, þar sem vegið er að starfsfólki, félagskjörnum fulltrúum bænda og almennri starfsemi Bændasamtaka Íslands (BÍ) og Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins (RML).