Fréttir og tilkynningar

12.mars 2012

Uppgjör afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar í febrúar

Niðurstöður afurðaskýrslna í nautgriparæktinni við lok febrúar 2012, hafa verið reiknaðar og birtar á nautgriparæktarsíðunum á vef okkar. Nánar má skoða þær hér. Þegar yfirlitið var búið til höfðu borist skýrslur frá 95% búanna sem skráð eru í skýrsluhaldið.

08.mars 2012

Ráðunautafundur: Leiðbeiningaþjónusta og eftirlit í landbúnaði til umræðu

Nú stendur yfir tveggja daga ráðunautafundur í Bændahöllinni. Á fundinum koma saman ráðunautar búnaðarsambanda, starfsmenn BÍ og ýmsir tengdir aðilar og ræða þau mál sem efst eru á baugi. Umræða um leiðbeiningaþjónustuna er á dagskrá, eftirlit í landbúnaði og sérfundir sem tengjast búgreinunum ásamt fleiru. Ýmsir gestir koma á fundinn, bæði sem fyrirlesarar og til þess að taka þátt í umræðum.

06.mars 2012

Orka og búskapur – ráðstefna í Bændahöll

Opin ráðstefna um orku og búskap verður haldin föstudaginn 9. mars í Bændahöllinni í tengslum við árlegan ráðunautafund. Umfjöllunarefnið er orkunotkun í íslenskum landbúnaði og þau tækifæri sem gætu leynst í orkubúskap á íslenskum bújörðum.

26.febrúar 2012

Reykjahlíð og Skarðaborg hlutu landbúnaðarverðlaunin

Það er fastur liður að afhenda framúrskarandi bæjum landbúnaðarverðlaunin við setningu Búnaðarþings. Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, afhenti þau að þessu sinni bændunum í Skarðaborg í Reykjahverfi og bændunum í Reykjahlíð á Skeiðum.

24.febrúar 2012

Búnaðarþing framundan

Búnaðarþing verður sett sunnudaginn 26. febrúar í Súlnasal Hótels sögu kl. 13:30. „Áfram íslenskur landbúnaður“ eru einkunnarorð setningarathafnarinnar en þar mun Haraldur Benediktsson, formaður BÍ, halda setningarræðu. Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpar þingið ...

21.febrúar 2012

Hár raforkukostnaður hamlar frekari framþróun í garðyrkjunni

Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, kom til viðtals hjá Þóru Arnórsdóttur í Kastljósinu í gær 20. febrúar og lét í ljós áhyggjur garðyrkjubænda vegna hins háa raforkukostnaðar.

21.febrúar 2012

Rafræn umsókn um orlofsstyrk/orlofsdvöl

Nú er hægt að sækja rafrænt um orlofsstyrk/orlofsdvöl Bændasamtaka Íslands fyrir sumarið 2012 hér á vefnum. Eins og áður eru sumarhús samtakanna á Hólum í boði allt árið og nú í sumar verður einnig boðið upp á hús í Vaðnesi í Grímsnesi á tímabilinu 15. júní til 24. ágúst.

13.febrúar 2012

Uppgjör afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar í janúar

Afurðaskýrslur nautgriparæktarinnar í janúar hafa nú verið gerðar upp. Niðurstöðurnar eru komnar inn á nautgriparæktarsíður vefsins og má skoða þær nánar ...

10.febrúar 2012

Ný skýrsla um stöðu og horfur svínaræktarinnar

Svínaræktarfélag Íslands kynnti á dögunum nýja skýrslu frá Hagfræðistofnun HÍ um stöðu og horfur svínaræktarinnar hér á landi. Í skýrslunni kemur m.a. fram að aðild Íslands að Evrópusambandinu myndi hafa í för með sér umtalsverðan samdrátt í tekjum svínabænda.

30.janúar 2012

Íslenskar búvörur styrkja samkeppni á matvörumarkaði

Samkeppniseftirlitið kynnti nýlega ítarlega úttekt á á verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Þar kom m.a. fram að verð á dagvöru hækkaði að meðaltali um tæp 60% frá janúar 2006 til ársloka 2011 ...