Fréttir og tilkynningar

04.janúar 2012

Orðsending til garðyrkjubænda vegna beingreiðslna

Ný reglugerð nr. 1277/2011 um beingreiðslur í garðyrkju fyrir árið 2012 hefur tekið gildi. Þeir sem hafa hug á að þiggja beingreiðslur á árinu 2012 þurfa að skila inn umsókn og/eða áætlun til Bændasamtaka ...

03.janúar 2012

Ný reglugerð um greiðslumark mjólkur

Þann 29. desember sl. var birt ný reglugerð um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda fyrir verðlagsárið 2012. Heildargreiðslumark til framleiðslu mjólkur verður 114,5 milljónir lítra, en var á síðasta ári 116 milljónir lítra.

03.janúar 2012

Nýjar reglur vegna kynbótaverkefna í nautgriparækt

Nýjar reglur um greiðslur vegna kynbótaverkefna í nautgriparækt tóku gildi 1. janúar sl. og gilda út árið.

29.desember 2011

Breytingar á staðgreiðslu 2012

Breytingar verða á staðgreiðslu og tryggingargjaldi nú um áramótin. Breytingar hafa verið gerðar á skattþrepum, prósentutölu, persónuafslætti og ...

29.desember 2011

Stuðningur við nýliðun í kúabúskap

Bændasamtök Íslands, Landssamband kúabænda og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hafa gert samkomulag sín á milli um að stofna starfshóp sem hefur það hlutverk að útfæra reglur um stuðning vegna nýliðunar í stétt kúabænda.

28.desember 2011

Frá Nautastöð BÍ Hesti

Eins og fram hefur komið valdi fagráð í nautgriparækt ný reynd naut til notkunar á fundi sínum 19. desember sl. Vel gengur að dreifa sæði úr þessum nautum til frjótækna og um áramót verður það komið á Suðurland, Vesturland, í Húnavatnssýslur, Skagafjörð, Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur. Strax eftir áramót hefst dreifing á Vestfirði og á Austurland.

22.desember 2011

Um greiðslur á geymslugjaldi samkvæmt sauðfjársamningi

Vart hefur orðið misskilnings þess efnis að von sé á geymslugjaldsgreiðslu nú fyrir áramótin til sauðfjárbænda. Svo er þó ekki.

22.desember 2011

Með hvaða hugarfari eigum við að nálgast ræktunarstarfið?

Framkvæmdastjóri Landsambands kúabænda ritaði fyrir skömmu pistil á naut.is þar sem gerð er grein fyrir helstu niðurstöðum afkvæmadóms nautaárgangs 2005 og nýjum nautum sem tekin verða til notkunar, sem og nýjum nautsfeðrum.

21.desember 2011

Opnunartímar skrifstofu BÍ yfir hátíðarnar

Skrifstofur Bændasamtaka Íslands verða opnar sem hér segir yfir hátíðarnar: - fimmtudagur 22. desember: Lokað - föstudagur 23. desember, Þorláksmessa: Lokað - mán. 26. desember: Lokað

21.desember 2011

Opnunartímar skrifstofu BÍ yfir hátíðarnar

Skrifstofur Bændasamtaka Íslands verða opnar sem hér segir yfir hátíðarnar: - fimmtudagur 22. desember: 8:00-12:00. Lokað eftir hádegi. - föstudagur 23. desember, Þorláksmessa: Lokað