Fréttir og tilkynningar

10.apríl 2012

Lambanúmer á sauðburði

Eyjólfur Ingvi Bjarnason, sauðfjárræktarráðunautur hjá BÍ, tók saman grein á dögunum um lambanúmer á sauðburði. Hún var birt í Bændablaðinu en fylgir hér á eftir í heild sinni:

10.apríl 2012

Kynbótasýningar 2012

Hér eru birtar upplýsingar um gjaldskrá og reglur vegna kynbótasýninga í hrossarækt 2012. Í pistli frá landsráðunauti í hrossarækt er m.a. rætt um reglur varðandi stóðhesta með erfðagalla, upplestur dómabreytinga á yfirlitssýningum, áverkaskráningu, afmörkun brauta og fleira nytsamlegt.

31.mars 2012

Tölvukerfi BÍ lokuð um stundarsakir á mánudag

Vegna framkvæmda í Bændahöllinni er nauðsynlegt að loka tölvukerfum samtakanna frá klukkan 17:00-20:00 næstkomandi mánudag, 2. apríl. Þetta mun hafa áhrif á notendur forrita og gagnagrunna á vegum BÍ.

29.mars 2012

Aðalfundur LS haldinn í Bændahöll

Landssamtök sauðfjárbænda (LS) halda aðalfund sinn í Bændahöllinni í Reykjavík dagana 29. og 30 mars. Fjöldi mála er á dagskrá fundarins, m.a. sem lúta að búvörusamningum, landnýtingu, rannsóknum í sauðfjárrækt og kjaramálum. Sindri Sigurgeirsson, formaður LS, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku í samtökunum.

29.mars 2012

Málþing um ræktunarmarkmið í sauðfjárrækt

Landssamtök sauðfjárbænda og fagráð í sauðfjárrækt halda málþing um ræktunarmarkmið greinarinnar, föstudaginn 30. mars nk. frá kl. 13.00-16.30. Þingið er öllum opið en það verður jafnframt sent út í beinni útsendingu á vef Landssamtaka sauðfjárbænda, www.saudfe.is

28.mars 2012

Bændafundur á Vopnafirði

Í lok síðasta árs fóru forsvarsmenn Bændasamtakanna hringferð um landið og héldu bændafundi á alls nítján stöðum. Því miður varð að fresta fundi á Vopnafirði vegna veðurs en nú verður bætt þar úr.

23.mars 2012

Aðalfundur kúabænda í beinni á Netinu

Aðalfundur Landssambands kúabænda var settur í dag og er hann sendur út í beinni útsendingu á vefnum www.naut.is. Á morgun laugardag hefst útsendingin kl. 13:00 og stendur yfir til loka fundar.

23.mars 2012

Framkvæmdir á 3. hæð Bændahallar

Þessa dagana standa yfir framkvæmdir á skrifstofum Bændasamtakanna í Bændahöllinni í Reykjavík. Verið er að breyta hluta skrifstofurýmis, endurnýja gólf- og loftaefni, raflagnir og opna vinnurými. Í kjölfarið á framkvæmdunum verður tölvudeild Bændasamtakanna ...

12.mars 2012

Fundir um hrossarækt og hestamennsku

Almennir fundir um málefni hrossaræktar og hestamennsku verða haldnir á eftirtöldum stöðum í komandi viku. Mánudaginn 12. mars. Ljósvetningabúð, Suður - Þingeyjarsýslu. Þriðjudaginn 13. mars. Svaðastaðahöllinni, Sauðárkróki. Miðvikudaginn 14. mars. Sjálfstæðissalnum, Blönduósi. Allir fundirnir hefjast kl. 20:30.

12.mars 2012

Útskýringar á forsendum skýrsluhaldsins

Meðfylgjandi yfirlit er útlistun á einkunnum sem finna má á skýrslum í Fjárvís, byggt á þeim upplýsingum sem skráðar eru í skýrsluhaldinu sbr. ályktun aðalfundar LS árið 2011.