Fréttir og tilkynningar

10.maí 2012

Nautaskráin á vefnum - viðmót fyrir spjaldtölvur og farsíma

Nautaskráin hefur nú opnað nýja vefútgáfu sem hönnuð er af Birgi Erlendssyni. Skráin er nú vistuð á vefþjóni Bændasamtakanna og býður upp á allmarga nýja möguleika. Meðal þess helsta er að nú er hægt að velja allt að þrjú reynd naut til samanburðar á skjánum í einu sem gera á nautaval auðveldara og betra.

10.maí 2012

Uppfærsla á vélbúnaði

Vegna uppfærslu á vélbúnaði hjá hýsingaraðila vefforrita Bændasamtakanna verður tenging rofin í dag um tíma, fimmtudaginn 10. maí, milli klukkan 18:00 og 19:00.

03.maí 2012

Tollar og íslenskur landbúnaður

Nýlega kom út hjá Bændasamtökunum bæklingur um tolla og íslenskan landbúnað. Í ritinu er farið yfir tollaumhverfi íslensks landbúnaðar og landbúnaðarstefnu stjórnvalda. Einnig er dregin upp mynd af alþjóðasamningum um viðskipti með landbúnaðarvörur, svo sem við Evrópusambandið og Alþjóðaviðskiptastofnunina.

02.maí 2012

Sumarstörf á Bændablaðinu

Bændasamtök Íslands óska eftir að ráða tvo starfsmenn í sumarafleysingar á Bændablaðinu. Tímabil frá miðjum júní og fram í miðjan ágúst. Gerð er krafa um að starfsmenn hafi reynslu af blaðamennsku og markaðsmálum. Bændablaðið kemur að jafnaði út á tveggja vikna fresti og er gefið út af Bændasamtökum Íslands.

30.apríl 2012

Styrkir til jarðræktar árið 2012

Eins og undanfarin ár verða greiddir styrkir vegna gras-, grænfóður- og kornræktar og koma fjármunirnir úr mjólkur,- sauðfjár- og búnaðarlagasamningi. Það kemur ekki í ljós fyrr en í lok ársins hver styrkurinn á hvern hektara verður, m.a. vegna þess að það ræðst af umfangi ræktunarinnar á landsvísu og heildarfjárhæð

17.apríl 2012

Endurskoðun ráðgjafar í landbúnaði

Ágúst Þorbjörnsson ráðgjafi hefur tekið að sér verkefnisstjórnun við sameiningu leiðbeiningaþjónustu búnaðarsambandanna og Bændasamtakanna. Hann hefur þegar hafið störf en áætlað er að nýtt fyrirkomulag taki gildi um næstu áramót. Ágúst byggir starf sitt m.a. á tillögum danska ráðgjafans Ole Kristensen sem gerði ítarlega greiningu ...

11.apríl 2012

Niðurstöður afurðaskýrslna í nautgriparæktinni í mars

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni við lok mars 2012, hafa verið reiknaðar og birtar á nautgriparæktarsíðunum á vef okkar. Nánar má skoða þær hér. Þegar yfirlitið var búið til höfðu borist skýrslur frá 94% búanna sem skráð eru í skýrsluhaldið.

10.apríl 2012

Lambanúmer á sauðburði

Eyjólfur Ingvi Bjarnason, sauðfjárræktarráðunautur hjá BÍ, tók saman grein á dögunum um lambanúmer á sauðburði. Hún var birt í Bændablaðinu en fylgir hér á eftir í heild sinni:

10.apríl 2012

Kynbótasýningar 2012

Hér eru birtar upplýsingar um gjaldskrá og reglur vegna kynbótasýninga í hrossarækt 2012. Í pistli frá landsráðunauti í hrossarækt er m.a. rætt um reglur varðandi stóðhesta með erfðagalla, upplestur dómabreytinga á yfirlitssýningum, áverkaskráningu, afmörkun brauta og fleira nytsamlegt.

31.mars 2012

Tölvukerfi BÍ lokuð um stundarsakir á mánudag

Vegna framkvæmda í Bændahöllinni er nauðsynlegt að loka tölvukerfum samtakanna frá klukkan 17:00-20:00 næstkomandi mánudag, 2. apríl. Þetta mun hafa áhrif á notendur forrita og gagnagrunna á vegum BÍ.