Fréttir og tilkynningar

18.september 2012

Íbúafundir í Þingeyjarsýslum vegna óveðursins

Þrír opnir íbúafundir verða haldnir í dag miðvikudag í Þingeyjarsýslum vegna afleiðinga óveðursins síðustu daga. Fulltrúar hins opinbera og ýmissa félagasamtaka mæta á fundina og sitja fyrir svörum.

13.september 2012

Opinn fundur FEIF um ræktunarmál

Alþjóðasamtök Íslandshestafélaga, FEIF, halda opinn fund um málefni tengd ræktun íslenska hestsins í Málmey í Svíþjóð laugardaginn 27. október nk.

12.september 2012

Viðbrögð vegna stöðu mála eftir óveður á Norðurlandi

Í dag, miðvikudaginn 12. september, var haldinn fundur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti með fulltrúum Bændasamtaka Íslands, Landssamtaka sauðfjárbænda og Bjargráðasjóðs til að ræða afleiðingar óveðursins á Norðurlandi og meta ástandið.

11.september 2012

Niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar í ágúst

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni við lok ágúst 2012, hafa verið reiknaðar og birtar á nautgriparæktarsíðunum á vef okkar. Nánar má skoða þær hér. Þegar yfirlitið var búið til, á miðnætti hinn 10. september, höfðu borist skýrslur frá 93% þeirra 595 búa sem skráð eru í skýrsluhaldið.

06.september 2012

BLUP kynbótamatið í sauðfjárrækt 2012

Vinnslu á BLUP kynbótamatinu í sauðfé árið 2012 lauk fyrr í sumar. Niðurstöður hafa verið aðgengilegar einstökum fjáreigendum á FJARVIS.IS í nokkurn tíma fyrir eigin bú.

03.september 2012

Nýir sæðishrútar 2012

Í vor voru valdir 14 nýir hrútar til notkunar á sauðfjársæðingarstöðvunum. Þessir hrútar eru nú allir komnir í einangrunargriðingar stöðvanna og í lok september bætast nokkrir við eftir afkvæmarannsóknir þær sem skipulagðar voru síðasta vetur. Afkvæmarannsóknir eru að þessu sinni á Hesti, Hjarðarfelli, Heydalsá, Hagalandi, Svalbarði og í Ytri-Skógum.

24.ágúst 2012

Afkvæmarannsóknir á hrútum árið 2011

Haustið 2011 voru á vegum búnaðarsambandanna unnar afkvæmarannsóknir á samtals 218 búum um allt land og komu þar til dóms rúmlega 2.200 afkvæmahópar.

24.ágúst 2012

Fjár- og stóðréttir haustið 2012

Eins og undanfarin ár hafa Bændasamtökin tekið saman lista yfir helstu fjárréttir og stóðréttir á landinu á komandi hausti.

20.ágúst 2012

Styrkir til jarðræktar árið 2012

Eins og fram hefur komið í öllum bændablöðum í sumar rennur umsóknarfrestur um styrki til jarðræktar út 10. september. Hægt er að sækja um rafrænt á Bændatorginu fram að þeim tíma.

13.ágúst 2012

Niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar í júlí

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni við lok júlí 2012, hafa verið reiknaðar og birtar á nautgriparæktarsíðunum á vef okkar.