Fréttir og tilkynningar

03.júlí 2012

Skýrsluhald um búrekstur

Niðurstöður úr rekstrargagnagrunni BÍ liggja fyrir vegna ársins 2011. Gögnin byggja á meðaltölum áranna 2006 til og með 2011 samkvæmt skráningu bænda á bókhaldi búa sinna í bókhaldsforritinu dkBúbót.

21.júní 2012

Dagskrá kynbótadóma og ráslisti kynbótahrossa

Vegna skamms tíma frá síðustu kynbótasýningu vorsins til skila á gögnum í sýningarskrá landsmóts og til kynningar er sú dagskrá er birst hefur og mun birtast í landsmótsskrá ekki fullkomlega rétt hvað varðar kynbótahrossin. Ekki er þó um að ræða mikil frávik frá sýningarskrá

21.júní 2012

Sumarhús laus á Hólum

Sumarhúsin á Hólum eru óvænt laus frá 22.- 29. júní næstkomandi. Áhugasamir eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Dóru í síma 563-0360.

18.júní 2012

Heilbrigðisskoðun kynbótahrossa á Landsmóti 2012 - "Klár í keppni"

Samkvæmt ákvörðun sem tekin var á fundi fagráðs í hrossarækt þann 16. desember 2011 og kynnt var á fundum með hrossaræktendum á liðnum vetri munu einstaklingssýnd kynbótahross á landsmótinu í Reykjavík undirgangast samskonar heilbrigðisskoðun „Klár í keppni“ eins og hross í hefðbundnum keppnisgreinum mótsins. Megin tilgangur skoðunarinnar er að kanna ástand kynbótahrossanna að þessu le...

13.júní 2012

Frá hrossaræktarráðunaut

Nú líður senn að landsmóti í Reykjavík. Vegna mikillar aðsóknar að þeim kynbótasýningum sem verið hafa undanfarið er tíminn orðinn naumur svo allir endar verði hnýttir tímanlega fyrir mótið. Ekki síst eru það upplýsingar fyrir sýningarskrá mótsins sem standa uppá undirritaðan.

11.júní 2012

Niðurstöður afurðaskýrslna í maí

Niðurstöður afurðaskýrslna í nautgriparæktinni við lok maí 2012 hafa verið reiknaðar og birtar á nautgriparæktarsíðum bondi.is. Nánar má skoða þær hér. Þegar yfirlitið var búið til höfðu borist skýrslur frá 92% þeirra 596 búa sem skráð eru í skýrsluhaldið.

07.júní 2012

Blöndun á hyrndu og kollóttu fé

Út er komið Rit LbhÍ nr. 42 sem ber heitið "Blöndun á hyrndu og kollóttu fé - könnun á blendingsþrótti". Í því er gerð grein fyrir niðurstöðum tilrauna með blöndum á hyrndu og kollóttu fé á 12 búum þar sem eru aðskildir stofnar af hyrndu og kollóttu fé.

06.júní 2012

Opið hús hjá bændum í ferðaþjónustu, Opnum landbúnaði og Beint frá býli

Bændur innan vébanda Ferðaþjónustu bænda, Opins landbúnaðar og Beint frá býli munu bjóða gestum í opið hús sunnudaginn 10. júní kl. 13:00 - 17:00. Á vefsíðunni sveit.is má sjá lista með þeim bæjum sem taka þátt.

31.maí 2012

Starfsemi BÍ

Bændasamtök Íslands eru heildarsamtök allra bænda í landinu en félagsmenn eru um 6.000 talsins. Hjá Bændasamtökunum starfa um þessar mundir um 50 manns en stöðugildin eru alls 48. Meginstarfsstöðin er í Bændahöllinni í Reykjavík ...

30.maí 2012

Jarðræktarrannsóknir 2011

Fræðslurit LbhÍ nr. 41, Jarðræktarrannsóknir 2011 er komið út. Í ritinu eru allar helstu niðurstöður jarðræktartilrauna á árinu 2011 auk yfirlits um tíðarfar og helstu veðurtölur ...