Fréttir og tilkynningar

31.maí 2012

Starfsemi BÍ

Bændasamtök Íslands eru heildarsamtök allra bænda í landinu en félagsmenn eru um 6.000 talsins. Hjá Bændasamtökunum starfa um þessar mundir um 50 manns en stöðugildin eru alls 48. Meginstarfsstöðin er í Bændahöllinni í Reykjavík ...

30.maí 2012

Jarðræktarrannsóknir 2011

Fræðslurit LbhÍ nr. 41, Jarðræktarrannsóknir 2011 er komið út. Í ritinu eru allar helstu niðurstöður jarðræktartilrauna á árinu 2011 auk yfirlits um tíðarfar og helstu veðurtölur ...

29.maí 2012

Alþjóðleg ráðstefna um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda

Landgræðsla ríkisins, The University of New England (Ástralía) og The Pennsylvania State University (Bandaríkin) munu í samstarfi við Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna og The Global Soil Partnership halda alþjóðlega ráðstefnu um leiðir til að auka árangur í verndun og nýtingu náttúruauðlinda.

22.maí 2012

Námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt

Fyrirhugað er að halda námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt á þremur stöðum um miðjan júní ef næg þátttaka næst. Námskeiðin verða á eftirfarandi stöðum:

22.maí 2012

Bændasamtökin gagnrýna vinnubrögð stjórnvalda í ESB-málinu

Íslensk stjórnvöld hafa skilað drögum að áætlun um innleiðingu landbúnaðarkafla Evrópusambandsins með það að markmiði að hægt verði að opna viðræður um kaflann. Vekur nokkra athygli að svo skuli vera í ljósi þess að ekki hefur enn verið mótuð samningsafstaða í landbúnaðarmálum.

14.maí 2012

Blíða í Flatey er nythæst kúa

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni við lok apríl 2012, hafa verið reiknaðar og birtar á nautgriparæktarsíðu bondi.is. Nánar má skoða þær hér. Þegar yfirlitið var búið til höfðu borist skýrslur frá 95% búanna sem skráð eru í skýrsluhaldið.

10.maí 2012

Nautaskráin á vefnum - viðmót fyrir spjaldtölvur og farsíma

Nautaskráin hefur nú opnað nýja vefútgáfu sem hönnuð er af Birgi Erlendssyni. Skráin er nú vistuð á vefþjóni Bændasamtakanna og býður upp á allmarga nýja möguleika. Meðal þess helsta er að nú er hægt að velja allt að þrjú reynd naut til samanburðar á skjánum í einu sem gera á nautaval auðveldara og betra.

10.maí 2012

Uppfærsla á vélbúnaði

Vegna uppfærslu á vélbúnaði hjá hýsingaraðila vefforrita Bændasamtakanna verður tenging rofin í dag um tíma, fimmtudaginn 10. maí, milli klukkan 18:00 og 19:00.

03.maí 2012

Tollar og íslenskur landbúnaður

Nýlega kom út hjá Bændasamtökunum bæklingur um tolla og íslenskan landbúnað. Í ritinu er farið yfir tollaumhverfi íslensks landbúnaðar og landbúnaðarstefnu stjórnvalda. Einnig er dregin upp mynd af alþjóðasamningum um viðskipti með landbúnaðarvörur, svo sem við Evrópusambandið og Alþjóðaviðskiptastofnunina.

02.maí 2012

Sumarstörf á Bændablaðinu

Bændasamtök Íslands óska eftir að ráða tvo starfsmenn í sumarafleysingar á Bændablaðinu. Tímabil frá miðjum júní og fram í miðjan ágúst. Gerð er krafa um að starfsmenn hafi reynslu af blaðamennsku og markaðsmálum. Bændablaðið kemur að jafnaði út á tveggja vikna fresti og er gefið út af Bændasamtökum Íslands.