Fréttir og tilkynningar

24.ágúst 2012

Fjár- og stóðréttir haustið 2012

Eins og undanfarin ár hafa Bændasamtökin tekið saman lista yfir helstu fjárréttir og stóðréttir á landinu á komandi hausti.

20.ágúst 2012

Styrkir til jarðræktar árið 2012

Eins og fram hefur komið í öllum bændablöðum í sumar rennur umsóknarfrestur um styrki til jarðræktar út 10. september. Hægt er að sækja um rafrænt á Bændatorginu fram að þeim tíma.

13.ágúst 2012

Niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar í júlí

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni við lok júlí 2012, hafa verið reiknaðar og birtar á nautgriparæktarsíðunum á vef okkar.

08.ágúst 2012

Ungnautaspjöld og nautaskrá

Nýlega kom út seinni nautaskrá ársins 2012. Skráin er með sama sniði og sú fyrri hvað varðar upplýsingar um nautin. Reyndu nautin í skránni eru 22 að þessu sinni og tilheyra fjórum nautaárgöngum, 2003 til 2006.

22.júlí 2012

Opnun á skrifstofum BÍ

Lágmarksstarfsemi er á skrifstofum BÍ vegna sumarleyfa þessa dagana. Skiptiborðið verður lokað dagana 23. júlí til 7. ágúst en beint símanúmer Bændablaðsins ...

11.júlí 2012

Niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar í júní

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni við lok júní 2012, hafa verið reiknaðar og birtar á nautgriparæktarsíðunum á vef okkar. Nánar má skoða þær hér. Þegar yfirlitið var búið til höfðu borist skýrslur frá 93% þeirra 596 búa sem skráð eru í skýrsluhaldið.

03.júlí 2012

Skýrsluhald um búrekstur

Niðurstöður úr rekstrargagnagrunni BÍ liggja fyrir vegna ársins 2011. Gögnin byggja á meðaltölum áranna 2006 til og með 2011 samkvæmt skráningu bænda á bókhaldi búa sinna í bókhaldsforritinu dkBúbót.

21.júní 2012

Dagskrá kynbótadóma og ráslisti kynbótahrossa

Vegna skamms tíma frá síðustu kynbótasýningu vorsins til skila á gögnum í sýningarskrá landsmóts og til kynningar er sú dagskrá er birst hefur og mun birtast í landsmótsskrá ekki fullkomlega rétt hvað varðar kynbótahrossin. Ekki er þó um að ræða mikil frávik frá sýningarskrá

21.júní 2012

Sumarhús laus á Hólum

Sumarhúsin á Hólum eru óvænt laus frá 22.- 29. júní næstkomandi. Áhugasamir eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Dóru í síma 563-0360.

18.júní 2012

Heilbrigðisskoðun kynbótahrossa á Landsmóti 2012 - "Klár í keppni"

Samkvæmt ákvörðun sem tekin var á fundi fagráðs í hrossarækt þann 16. desember 2011 og kynnt var á fundum með hrossaræktendum á liðnum vetri munu einstaklingssýnd kynbótahross á landsmótinu í Reykjavík undirgangast samskonar heilbrigðisskoðun „Klár í keppni“ eins og hross í hefðbundnum keppnisgreinum mótsins. Megin tilgangur skoðunarinnar er að kanna ástand kynbótahrossanna að þessu le...