Fréttir og tilkynningar

23.október 2012

Námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt

Námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt verða haldin á eftirfarandi stöðum: Hvanneyri, mánudaginn 5. nóvember, Stóra-Ármóti, miðvikudaginn 7. nóvember, Búgarði á Akureyri, föstudaginn 9. nóvember

19.október 2012

Bændafundir fram undan

Bændafundir verða haldnir á næstu dögum og vikum. Að þessu sinni eru nokkrir fundanna haldnir í samvinnu við LK og LS. Rætt verður um nýja búnaðarlaga­samninginn og framlengda búvöru­samninga ...

16.október 2012

Ræktunarmaður/menn ársins 2012

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau bú/ræktendur sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands ræktunarmaður/menn ársins. Valið stóð á milli 74 búa sem náð höfðu athygliverðum árangri á árinu.

15.október 2012

Niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar í september

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni við lok september 2012, hafa verið reiknaðar og birtar á nautgriparæktarsíðunum á vef okkar. Nánar má skoða þær hér. Þegar yfirlitið var búið til, á miðnætti hinn 10. október, höfðu borist skýrslur frá 93% þeirra 594 búa sem skráð eru í skýrsluhaldið.

10.október 2012

Styrkir vegna nýliðunar í mjólkurframleiðslu

Bændasamtökin auglýsa eftir umsóknum um stuðning vegna nýliðunar í mjólkurframleiðslu, samkvæmt verklagsreglum sem kynntar voru með auglýsingu nr. 497/2012 í Stjórnartíðindum.

28.september 2012

Nýr búnaðarlagasamningur og búvörusamningar framlengdir

Nýr búnaðarlagasamningur var undirritaður í dag af hálfu Bændsamtakanna og ríkisvaldsins. Við sama tilefni voru núverandi búvörusamningar um framleiðslu sauðjárafurða, mjólkur og samningur um starfsskilyrði garðyrkjuframleiðenda framlengdir um tvö ár.

18.september 2012

Íbúafundir í Þingeyjarsýslum vegna óveðursins

Þrír opnir íbúafundir verða haldnir í dag miðvikudag í Þingeyjarsýslum vegna afleiðinga óveðursins síðustu daga. Fulltrúar hins opinbera og ýmissa félagasamtaka mæta á fundina og sitja fyrir svörum.

13.september 2012

Opinn fundur FEIF um ræktunarmál

Alþjóðasamtök Íslandshestafélaga, FEIF, halda opinn fund um málefni tengd ræktun íslenska hestsins í Málmey í Svíþjóð laugardaginn 27. október nk.

12.september 2012

Viðbrögð vegna stöðu mála eftir óveður á Norðurlandi

Í dag, miðvikudaginn 12. september, var haldinn fundur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti með fulltrúum Bændasamtaka Íslands, Landssamtaka sauðfjárbænda og Bjargráðasjóðs til að ræða afleiðingar óveðursins á Norðurlandi og meta ástandið.

11.september 2012

Niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar í ágúst

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni við lok ágúst 2012, hafa verið reiknaðar og birtar á nautgriparæktarsíðunum á vef okkar. Nánar má skoða þær hér. Þegar yfirlitið var búið til, á miðnætti hinn 10. september, höfðu borist skýrslur frá 93% þeirra 595 búa sem skráð eru í skýrsluhaldið.