Fréttir og tilkynningar

14.nóvember 2012

Ráðstefnan Hrossarækt 2012

Ráðstefnan Hrossarækt 2012 verður haldin í félagsheimilinu Hlégarði, Mosfellsbæ, laugardaginn 17. nóvember og hefst kl. 13:00. Ráðstefnan er öllum opin sem láta sig íslenska hrossarækt varða jafnt fagfólki sem áhugamönnum.

12.nóvember 2012

Nautgriparæktin - niðurstöður afurðaskýrslna í október

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni við lok október 2012, hafa verið reiknaðar og birtar á nautgriparæktarsíðunum á vef okkar. Nánar má skoða þær hér. Þegar yfirlitið var búið til, á miðnætti hinn 11. nóvember, höfðu borist skýrslur frá 93% þeirra 594 búa sem skráð eru í skýrsluhaldið.

12.nóvember 2012

Tölvukerfi lokuð í sólarhring föstudaginn 16. nóv.

Vegna uppfærslu á Oracle gagnagrunni BÍ munu öll tölvukerfi BÍ liggja niðri í um sólarhring frá klukkan 17:00 á föstudeginum 16. nóv.

08.nóvember 2012

Sauðfjárræktarfundir á næsta leiti

Líkt og undanfarin ár verður útgáfu Hrútaskrárinnar fylgt eftir með fundum um allt land, þar sem hrútakostur sæðingastöðvanna verður kynntur. Eyjólfur Ingvi Bjarnason, ráðunautur BÍ, mun mæta á alla fundina auk sauðfjárræktarráðunauta á hverju svæði.

07.nóvember 2012

"Jólabók sauðfjárbóndans"

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna veturinn 2012-2013 er komin á vefinn. Áætlað er að prentaða útgáfan komi út 14. nóvember nk. og verður henni fylgt úr hlaði með kynningum í sveitum landsins eins og venja er. Fundaplan verður birt á vefnum og í Bændablaðinu þegar ...

05.nóvember 2012

Afkvæmarannsóknir fyrir sauðfjársæðingastöðvarnar haustið 2012

Búið er að taka saman yfirlit um niðurstöður afkvæmarannsókna sem unnar voru vegna sauðfjársæðingastöðvanna haustið 2012. Hægt er að kynna sér þær niðurstöður ...

31.október 2012

Næstu bændafundir

Næstu bændafundir verða haldnir á Egilsstöðum á þriðjudaginn og í Húnavatnssýslu og Skagafirði á fimmtudaginn. Fundirnir verða sem hér segir:

30.október 2012

Leiðbeiningaþjónusta bænda í eitt félag

Aukabúnaðarþing 2012, sem haldið var mánudaginn 29. október, samþykkti að stofna skuli sérstakt félag um leiðbeiningaþjónustu bænda. Mikil samstaða var um sameiningu leiðbeiningaþjónustu á landsvísu ...

27.október 2012

Aukabúnaðarþing fjallar um leiðbeiningaþjónustu

Boðað hefur verið til aukabúnaðarþings mánudaginn 29. október vegna breyt­inga á leiðbeininga­þjónustu land­­búnaðar­ins. Verður þingið haldið í framhaldi af samþykkt síðasta búnaðar­þings, þar sem ályktað var um grundvallarbreytingar á starfseminni.

26.október 2012

Niðurstöður úr skoðun lambhrúta 2012 undan sæðingastöðvahrútum

Búið er að taka saman niðurstöðurnar fyrir allt landið úr skoðun sona sæðingastöðvahrútanna haustið 2012. Þær niðurstöður má allar sjá með því að smella hér. Í heild hefur lambahópurinn aldrei verið betri en í haust, lömbin eru að jafnaði kílói þyngri ...