Fréttir og tilkynningar

02.janúar 2013

Reglur um greiðslur vegna kynbótaverkefna í nautgriparækt

Eftirfarandi reglur um greiðslur vegna kynbótaverkefna í nautgriparækt voru samþykktar á milli jóla og nýárs.

21.desember 2012

Ný Nautaskrá komin á Netið

Nautaskrá Nautastöðvar BÍ fyrir veturinn 2013 er komin á Netið. Skráin verður send út í fyrstu viku nýs árs til kúabænda ásamt fylgispjöldum um skyldleika og reynd naut. Þangað til verða bændur að láta jólabækurnar duga eða skoða skrána á Netinu.

21.desember 2012

Nýráðningar hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins ehf.

Búið er að ganga frá ráðningum í stjórnunarstöður hjá nýju ráðgjafarfyrirtæki bænda sem tekur formlega til starfa um áramótin. Fyrirtækið, sem mun heita „Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins ehf.“, verður til eftir sameiningu ...

11.desember 2012

Slæmur aðbúnaður á ekki að líðast

Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, kom fram í fréttaviðtali í kvöldfréttum Sjónvarps í gærkvöldi þar sem hann fordæmdi alla meðferð á gripum sem sjást á myndum Matvælastofnunar ...

11.desember 2012

Nautgriparæktin: Niðurstöður afurðaskýrslna í nóvember

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni við lok nóvemer 2012, hafa verið reiknaðar og birtar á nautgriparæktarsíðunum á vef okkar. Nánar má skoða þær hér. Þegar yfirlitið var búið til, á miðnætti hinn 11. desember, höfðu borist skýrslur frá 94% þeirra 594 búa sem skráð eru í skýrsluhaldið.

04.desember 2012

Reglur um tjónabætur Bjargráðasjóðs vegna óveðursins í september

Búið er að staðfesta í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu úthlutunarreglur vegna aðstoðar Bjargráðasjóðs vegna tjóns af völdum óveðursins á Norðurlandi í september sl. Í reglunum kemur m.a. fram að sjóðurinn bætir fjárhagslegt tjón sem hlýst vegna viðgerða ...

28.nóvember 2012

Ráðstöfun fjár vegna ullarnýtingar

Staðfesting á verklagsreglum Bændasamtaka Íslands um ráðstöfun fjár vegna ullarnýtingar hafa verið birtar í Stjórnartíðindum og er auglýsingin eftirfarandi:

28.nóvember 2012

Ný leiðbeiningaþjónusta bænda auglýsir eftir stjórnendum

Undirbúningur að stofnun nýs fyrirtækis á landsvísu um ráðgjafarþjónustu fyrir bændur er nú í fullum gangi. Nú hafa stöður framkvæmdastjóra og lykilstjórnenda verið auglýstar.

23.nóvember 2012

Bændur samþykkja búvörusamninga

Hinn 24. nóvember 2012 voru atkvæði talin úr póstatkvæðagreiðslu um sauðfjársamning og mjólkursamning. Í mjólkursamningi voru niðurstöðurnar þær að 87,1% sögðu "já" en 11,1% "nei". Á kjörskrá voru 1.229 en kjörsókn 36%. Sauðfjársamningur var samþykktur með 91,1% greiddra atkvæða."Nei" sögðu 6,7%. Á kjörskrá voru 2.755 og kjörsókn var 32,3%.

15.nóvember 2012

Framkvæmdastjóri NorFór

Samnorræna félagið NorFór óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra í hálft starf. Félagið NorFór starfrækir nýtt norrænt kerfi til fóðurmats og fóðuráætlanagerðar fyrir nautgripi. Félagið er í eigu fjögurra aðila ...