Fréttir og tilkynningar

30.október 2012

Leiðbeiningaþjónusta bænda í eitt félag

Aukabúnaðarþing 2012, sem haldið var mánudaginn 29. október, samþykkti að stofna skuli sérstakt félag um leiðbeiningaþjónustu bænda. Mikil samstaða var um sameiningu leiðbeiningaþjónustu á landsvísu ...

27.október 2012

Aukabúnaðarþing fjallar um leiðbeiningaþjónustu

Boðað hefur verið til aukabúnaðarþings mánudaginn 29. október vegna breyt­inga á leiðbeininga­þjónustu land­­búnaðar­ins. Verður þingið haldið í framhaldi af samþykkt síðasta búnaðar­þings, þar sem ályktað var um grundvallarbreytingar á starfseminni.

26.október 2012

Niðurstöður úr skoðun lambhrúta 2012 undan sæðingastöðvahrútum

Búið er að taka saman niðurstöðurnar fyrir allt landið úr skoðun sona sæðingastöðvahrútanna haustið 2012. Þær niðurstöður má allar sjá með því að smella hér. Í heild hefur lambahópurinn aldrei verið betri en í haust, lömbin eru að jafnaði kílói þyngri ...

23.október 2012

Námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt

Námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt verða haldin á eftirfarandi stöðum: Hvanneyri, mánudaginn 5. nóvember, Stóra-Ármóti, miðvikudaginn 7. nóvember, Búgarði á Akureyri, föstudaginn 9. nóvember

19.október 2012

Bændafundir fram undan

Bændafundir verða haldnir á næstu dögum og vikum. Að þessu sinni eru nokkrir fundanna haldnir í samvinnu við LK og LS. Rætt verður um nýja búnaðarlaga­samninginn og framlengda búvöru­samninga ...

16.október 2012

Ræktunarmaður/menn ársins 2012

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau bú/ræktendur sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands ræktunarmaður/menn ársins. Valið stóð á milli 74 búa sem náð höfðu athygliverðum árangri á árinu.

15.október 2012

Niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar í september

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni við lok september 2012, hafa verið reiknaðar og birtar á nautgriparæktarsíðunum á vef okkar. Nánar má skoða þær hér. Þegar yfirlitið var búið til, á miðnætti hinn 10. október, höfðu borist skýrslur frá 93% þeirra 594 búa sem skráð eru í skýrsluhaldið.

10.október 2012

Styrkir vegna nýliðunar í mjólkurframleiðslu

Bændasamtökin auglýsa eftir umsóknum um stuðning vegna nýliðunar í mjólkurframleiðslu, samkvæmt verklagsreglum sem kynntar voru með auglýsingu nr. 497/2012 í Stjórnartíðindum.

28.september 2012

Nýr búnaðarlagasamningur og búvörusamningar framlengdir

Nýr búnaðarlagasamningur var undirritaður í dag af hálfu Bændsamtakanna og ríkisvaldsins. Við sama tilefni voru núverandi búvörusamningar um framleiðslu sauðjárafurða, mjólkur og samningur um starfsskilyrði garðyrkjuframleiðenda framlengdir um tvö ár.

18.september 2012

Íbúafundir í Þingeyjarsýslum vegna óveðursins

Þrír opnir íbúafundir verða haldnir í dag miðvikudag í Þingeyjarsýslum vegna afleiðinga óveðursins síðustu daga. Fulltrúar hins opinbera og ýmissa félagasamtaka mæta á fundina og sitja fyrir svörum.