Fréttir og tilkynningar

25.janúar 2013

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni árið 2012

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni fyrir árið 2012, hafa verið reiknaðar og birtar á nautgriparæktarsíðunum á vef okkar. Nánar má skoða þær hér. Í næsta Bændablaði mun verða gerð betri grein fyrir niðurstöðunum ...

24.janúar 2013

Ný prentmiðlakönnun Capacent: 31% landsmanna les Bændablaðið

Bændablaðið, sem gefið er út af Bændasamtökum Íslands, tók í fyrsta skipti þátt í stóru prentmiðlakönnun Capacent á síðasta ársfjórðungi. Helstu niðurstöður eru þær að Bændablaðið er með 31% meðallestur yfir landið allt, algjöra yfirburði á landsbyggðinni með 51% lestur ...

22.janúar 2013

Haraldur hættir sem formaður Bændasamtakanna á næsta búnaðarþingi

Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, mun stíga af formannsstóli á komandi búnaðarþingi, sem verður sett 3. mars næstkomandi. Ástæðan er sú að Haraldur mun sitja í öðru sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi til komandi alþingiskosninga.

15.janúar 2013

Allt um ferðaþjónustu bænda sumarið 2013

Enskur kynningarbæklingur Ferðaþjónstu bænda, Beint frá býli og Opins landbúnaðar er kominn út vegna ársins 2013. Í bæklingnum er hægt að finna upplýsingar um alla bæi innan vébanda Ferðaþjónustu bænda auk upplýsinga um nokkra aðila ...

14.janúar 2013

Verðskrá BÍ vegna ráðstöfunar fjár vegna ullarnýtingar

Þann 23. nóvember sl. staðfesti atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra verklagsreglur Bændasamtaka Íslands um ráðstöfun fjár vegna ullarnýtingar. Reglurnar voru birtar í Stjórnartíðindum sama dag. Sunnudaginn 25. nóvember ...

10.janúar 2013

Orðsending til garðyrkjubænda vegna beingreiðslna

Ný reglugerð nr. 1083/2012 um beingreiðslur í garðyrkju fyrir árið 2013 hefur tekið gildi. Þeir sem hafa hug á að þiggja beingreiðslur á árinu 2013 þurfa að skila inn umsókn og/eða áætlun til Bændasamtaka Íslands fyrir 25. janúar 2013 þar sem fram kemur flatarmál gróðurhúsa, sem ætlað er til framleiðslu fyrir hverja tegund svo og áætluð framleiðsla af hverri tegund á árinu 2013.

07.janúar 2013

Landbúnaðarvefir ekki virkir á milli 17 og 18

Í dag, mánudaginn 7. janúar, verður nettengin á Keldnaholti rofin vegna viðgerða á milli kl. 17:00 og 18:00. Ýmsir landbúnaðarvefir, sem eru vistaðir hjá LbhÍ, verða því ekki virkir um stund. Þar á meðal er bondi.is og bbl.is.

07.janúar 2013

Staðgreiðsla 2013 - Áramótavinnslur

Ríkisskattstjóri hefur birt staðgreiðsluforsendur fyrir árið 2013 og þurfa þeir sem nota launakerfið í dkBúbót að setja þær inn. Skatthlutfall í staðgreiðslu er óbreytt en mörk þrepa hafa hækkað og ...

04.janúar 2013

Upplýsingar um jarðræktarstyrki á Bændatorginu

Þann 28. desember sl. voru jarðræktarstyrkir vegna ræktunar ársins 2012 greiddir út til bænda. Styrkirnir eru greiddir úr sjóði sem er fjármagnaður af búnaðarlagasamningi, mjólkursamningi og sauðfjársamningi. Styrkurinn nam 13.350 kr. á fyrstu 20 ha, en 8.900 kr. á ræktun frá 20 – 40 ha. Ræktun umfram 40 ha var ekki styrkt.

02.janúar 2013

Reglur um greiðslur vegna kynbótaverkefna í nautgriparækt

Eftirfarandi reglur um greiðslur vegna kynbótaverkefna í nautgriparækt voru samþykktar á milli jóla og nýárs.