Fréttir og tilkynningar

07.janúar 2013

Landbúnaðarvefir ekki virkir á milli 17 og 18

Í dag, mánudaginn 7. janúar, verður nettengin á Keldnaholti rofin vegna viðgerða á milli kl. 17:00 og 18:00. Ýmsir landbúnaðarvefir, sem eru vistaðir hjá LbhÍ, verða því ekki virkir um stund. Þar á meðal er bondi.is og bbl.is.

07.janúar 2013

Staðgreiðsla 2013 - Áramótavinnslur

Ríkisskattstjóri hefur birt staðgreiðsluforsendur fyrir árið 2013 og þurfa þeir sem nota launakerfið í dkBúbót að setja þær inn. Skatthlutfall í staðgreiðslu er óbreytt en mörk þrepa hafa hækkað og ...

04.janúar 2013

Upplýsingar um jarðræktarstyrki á Bændatorginu

Þann 28. desember sl. voru jarðræktarstyrkir vegna ræktunar ársins 2012 greiddir út til bænda. Styrkirnir eru greiddir úr sjóði sem er fjármagnaður af búnaðarlagasamningi, mjólkursamningi og sauðfjársamningi. Styrkurinn nam 13.350 kr. á fyrstu 20 ha, en 8.900 kr. á ræktun frá 20 – 40 ha. Ræktun umfram 40 ha var ekki styrkt.

02.janúar 2013

Reglur um greiðslur vegna kynbótaverkefna í nautgriparækt

Eftirfarandi reglur um greiðslur vegna kynbótaverkefna í nautgriparækt voru samþykktar á milli jóla og nýárs.

21.desember 2012

Ný Nautaskrá komin á Netið

Nautaskrá Nautastöðvar BÍ fyrir veturinn 2013 er komin á Netið. Skráin verður send út í fyrstu viku nýs árs til kúabænda ásamt fylgispjöldum um skyldleika og reynd naut. Þangað til verða bændur að láta jólabækurnar duga eða skoða skrána á Netinu.

21.desember 2012

Nýráðningar hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins ehf.

Búið er að ganga frá ráðningum í stjórnunarstöður hjá nýju ráðgjafarfyrirtæki bænda sem tekur formlega til starfa um áramótin. Fyrirtækið, sem mun heita „Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins ehf.“, verður til eftir sameiningu ...

11.desember 2012

Slæmur aðbúnaður á ekki að líðast

Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, kom fram í fréttaviðtali í kvöldfréttum Sjónvarps í gærkvöldi þar sem hann fordæmdi alla meðferð á gripum sem sjást á myndum Matvælastofnunar ...

11.desember 2012

Nautgriparæktin: Niðurstöður afurðaskýrslna í nóvember

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni við lok nóvemer 2012, hafa verið reiknaðar og birtar á nautgriparæktarsíðunum á vef okkar. Nánar má skoða þær hér. Þegar yfirlitið var búið til, á miðnætti hinn 11. desember, höfðu borist skýrslur frá 94% þeirra 594 búa sem skráð eru í skýrsluhaldið.

04.desember 2012

Reglur um tjónabætur Bjargráðasjóðs vegna óveðursins í september

Búið er að staðfesta í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu úthlutunarreglur vegna aðstoðar Bjargráðasjóðs vegna tjóns af völdum óveðursins á Norðurlandi í september sl. Í reglunum kemur m.a. fram að sjóðurinn bætir fjárhagslegt tjón sem hlýst vegna viðgerða ...

28.nóvember 2012

Ráðstöfun fjár vegna ullarnýtingar

Staðfesting á verklagsreglum Bændasamtaka Íslands um ráðstöfun fjár vegna ullarnýtingar hafa verið birtar í Stjórnartíðindum og er auglýsingin eftirfarandi: