Fréttir og tilkynningar

21.júní 2013

350 milljónir til bænda á kalsvæðum

Á ríkisstjórnarfundi í morgun var samþykkt tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um 350 milljóna króna stuðning við bændur á þeim svæðum sem urðu illa úti vegna kals og snjóþyngsla.

20.júní 2013

Átak í ráðgjöf til framleiðenda nautakjöts

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hyggst á næstunni hrinda af stað átaksverkefni í ráðgjöf varðandi nautakjötsframleiðslu. Markmið verkefnisins er að efla nautakjötsframleiðsluna og auka fagmennsku, kjötgæði og framboð. Kanna á rekstrarforsendur og benda á leiðir ...

20.júní 2013

Meira en 5.000 hektarar skemmdir vegna kals

Yfir 5.000 hektarar túna eru verulega skemmdir af völdum kals á Norður- og Austur­landi. Langverst er staðan í S-Þingeyjarsýslu, en þar er áætlað að 1.900 hektarar séu skemmdir á 100 býlum. Segja má að nær öll sýslan sé undirlögð af kali.

12.júní 2013

Íslenskir gestir á aðalfundi Norges bondelag

Sindri Sigurgeirsson formaður BÍ og Eiríkur Blöndal framkvæmdastjóri BÍ eru staddir í Noregi á aðalfundi Norges bondelag sem að þessu sinni er haldinn í Loen í Sogni og Fjörðunum. Þeir eru þar í boði stjórnar norsku bændasamtakanna en áralöng samvinna og vinátta er á milli íslenskra og norskra bænda.

04.júní 2013

Ný útgáfa af LAMB með heimarétt

Ný útgáfa af LAMB (www.lamb.bondi.is), nýju vefforriti fyrir sauðfjárrækt, er komin út. Í þessari útgáfu hefur verið bætt við svokallaðri ,,heimarétt", en í henni er yfirlit yfir fjárstofn búsins; lifandi ær, hrúta og lömb.

03.júní 2013

Nýr inngangur á skrifstofur BÍ í Bændahöll

Á síðasta ári var ráðist í breytingar á skrifstofuaðstöðu Bændasamtaka Íslands í Bændahöllinni. Í kjölfarið á þeim var móttaka viðskiptavina og gesta færð í miðju 3. hæðarinnar í eldri álmu Hótel Sögu. Framvegis verður gengið inn um ...

31.maí 2013

Verulegt tjón vegna kals á Norður- og Austurlandi

Forsvarsmenn Bændasamtakanna, Bjargráðasjóðs og Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins fóru til fundar við fulltrúa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í dag til þess að ræða stöðu mála vegna ótíðar á Norður- og Austurlandi síðastliðna mánuði. Ljóst er að bændur á stórum landssvæðum standa frammi fyrir miklum vanda vegna kals og kulda.

24.maí 2013

Mikill meirihluti vill bann við innflutningi á hráu, ófrosnu kjöti

Helmingur Íslendinga vill leggja mikla áherslu á að vernda íslenskan landbúnað, m.a. með innflutningstollum og 58,6% vilja að bannað sé að flytja inn hrátt, ófrosið kjöt, til landsins. Íbúar á landsbyggðinni eru almennt meðmæltari innflutningsbanni á hráu, ófrosnu kjöti en fólk á höfuðborgarsvæðinu.

17.maí 2013

Formaður BÍ gagnrýnir tillögur verkefnisstjórnar Samráðsvettvangs um aukna hagsæld

Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, gagnrýndi harðlega tillögur verkefnisstjórnar Samráðsvettvangs um aukna hagsæld varðandi landbúnað á umræðufundi Samtaka mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja síðasta miðvikudag.

10.maí 2013

Fundahöld vegna stöðu mála á Norður- og Austurlandi

Fulltrúar frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Bændasamtökunum, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Bjargráðarsjóði héldu sinn annan fund í morgun til að fara yfir stöðu mála á Norður- og Austurlandi þar sem víða eru mikil snjóþyngsli og á mörgum bæjum hætta á kali vegna klaka á túnum.