Fréttir og tilkynningar

01.ágúst 2013

Ný Nautaskrá komin á vefinn

Út er komin ný nautaskrá, minni að umfangi en áður. Tekin var ákvörðun um að kynna einungis ný reynd naut úr árgangi 2007, en láta kynningu úr fyrri skrá duga fyrir eldri nautin. Nálægt áramótum kemur út önnur nautaskrá og þá veglegri með kynningu á öllum þeim nautum sem þá verða í dreifingu.

22.júlí 2013

Reglur um jarðræktarstyrki - bráðabirgðaákvæði vegna kalskemmda

Reglur um framlög til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða hafa verið birtar á vef Bændasamtakanna. Í reglunum er kveðið á um ráðstöfun fjármagns úr jarðræktarsjóði en þar má m.a. finna upplýsingar um framlög til sáningar í ræktunarlandi þar sem korn-, tún-, grænfóður- og olíujurtarækt ...

18.júlí 2013

Opnun á skrifstofum BÍ

Lágmarksstarfsemi er á skrifstofum BÍ vegna sumarleyfa þessa dagana. Skiptiborðið verður lokað 22. júlí til 6. ágúst en beint símanúmer Bændablaðsins er 563-0303 (auglýsingar) og ...

04.júlí 2013

Nýtt app fyrir tilboð og uppskriftir á lambakjöti

Með nýju íslensku snjallsímaforriti geta íslenskir neytendur nú fengið ábendingar um tilboðsverð á lambakjöti og uppástungur um uppskriftir sem henta fyrir kjötið. Fyrst um sinn verður þessi snjalla lausn í samstarfi við verslanir Krónunnar en gert er ráð fyrir að fleiri verslanir muni bætast í hópinn áður en langt um líður.

21.júní 2013

350 milljónir til bænda á kalsvæðum

Á ríkisstjórnarfundi í morgun var samþykkt tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um 350 milljóna króna stuðning við bændur á þeim svæðum sem urðu illa úti vegna kals og snjóþyngsla.

20.júní 2013

Átak í ráðgjöf til framleiðenda nautakjöts

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hyggst á næstunni hrinda af stað átaksverkefni í ráðgjöf varðandi nautakjötsframleiðslu. Markmið verkefnisins er að efla nautakjötsframleiðsluna og auka fagmennsku, kjötgæði og framboð. Kanna á rekstrarforsendur og benda á leiðir ...

20.júní 2013

Meira en 5.000 hektarar skemmdir vegna kals

Yfir 5.000 hektarar túna eru verulega skemmdir af völdum kals á Norður- og Austur­landi. Langverst er staðan í S-Þingeyjarsýslu, en þar er áætlað að 1.900 hektarar séu skemmdir á 100 býlum. Segja má að nær öll sýslan sé undirlögð af kali.

12.júní 2013

Íslenskir gestir á aðalfundi Norges bondelag

Sindri Sigurgeirsson formaður BÍ og Eiríkur Blöndal framkvæmdastjóri BÍ eru staddir í Noregi á aðalfundi Norges bondelag sem að þessu sinni er haldinn í Loen í Sogni og Fjörðunum. Þeir eru þar í boði stjórnar norsku bændasamtakanna en áralöng samvinna og vinátta er á milli íslenskra og norskra bænda.

04.júní 2013

Ný útgáfa af LAMB með heimarétt

Ný útgáfa af LAMB (www.lamb.bondi.is), nýju vefforriti fyrir sauðfjárrækt, er komin út. Í þessari útgáfu hefur verið bætt við svokallaðri ,,heimarétt", en í henni er yfirlit yfir fjárstofn búsins; lifandi ær, hrúta og lömb.

03.júní 2013

Nýr inngangur á skrifstofur BÍ í Bændahöll

Á síðasta ári var ráðist í breytingar á skrifstofuaðstöðu Bændasamtaka Íslands í Bændahöllinni. Í kjölfarið á þeim var móttaka viðskiptavina og gesta færð í miðju 3. hæðarinnar í eldri álmu Hótel Sögu. Framvegis verður gengið inn um ...