Fréttir og tilkynningar

12.apríl 2013

Hver á að framleiða matinn okkar? Upptaka af fyrirlestri á Netinu

Bændasamtök Íslands boða til hádegisfundar mánudaginn 15. apríl um fæðuöryggi og mikilvægi þess að þjóðir nýti náttúrulegar aðstæður til framleiðslu á mat. Hvaða leiðir eiga Íslendingar að velja til að tryggja fæðuöryggi og leggja sitt af mörkum í matvælaframleiðslu heimsins?

04.apríl 2013

Opin málstofa um beitarmál og landnýtingu

Landssamtök sauðfjárbænda standa fyrir opinni málstofu um beitarmál og landnýtingu föstudaginn 5. apríl kl. 14:30 í Bændahöllinni, salnum Heklu á 2. hæð. Allt áhugafólk er velkomið.

03.apríl 2013

Góð sjúkdómastaða íslenskra búfjárstofna er auðlegð sem þarf að verja með öllum ráðum

Ríflega 120 manns mættu til hádegisfundar í Bændahöllinni um þá áhættu sem felst í því að flytja inn hrátt kjöt til landsins. Fyrirlestrar eru aðgengilegir hér á vefnum, sem pdf og hljóð og mynd. Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, sagði í ávarpi við upphaf fundarins ...

21.mars 2013

Tollar og innlend matvælaframleiðsla

Í fyrrasumar gáfu Bændasamtökin út fræðslubækling um tolla og íslenskan landbúnað. Markmiðið með útgáfunni var að fara með skipulögðum hætti yfir tollaumhverfi íslensks landbúnaðar og landbúnaðarstefnu stjórnvalda.

18.mars 2013

Frestur til að sækja um orlofshús BÍ framlengdur til 1. apríl

Félagsmenn Bændasamtakanna eru hvattir til að nýta sér útleigu á sumarhúsum samtakanna í sumar annaðhvort á Hólum í Hjaltadal eða í Vaðnesi í Grímsnesi. Frestur til að sækja um orlofshúsin hefur nú verið framlengdur til 1. apríl.

05.mars 2013

Breyttar dagsetningar hrossaræktarfunda

Vegna veðurs og veðurspár hefur dagsetningum tveggja af þremur fyrirhugaðra funda um málefni hrossaræktarinnar verið breytt á eftirfarandi hátt. Óbreytt dagsetning, fimmtudaginn 7. mars. Ásgarði, Hvanneyri. Þriðjudaginn 12. mars.

05.mars 2013

Sindri Sigurgeirsson nýr formaður BÍ og konur í meirihluta stjórnar

Sindri Sigurgeirsson, bóndi í Bakkakoti, er nýr formaður Bændasamtaka Íslands en hann var kjörinn á Búnaðarþingi í dag. Ný stjórn var kosin til næstu þriggja ára og urðu þau tíðindi að í fyrsta sinn eru konur í meirihluta.

04.mars 2013

Handverkskonur milli heiða og Laxárdalur II hlutu Landbúnaðarverðlaunin

Landbúnaðarverðlaunin 2013 voru veitt við setningu búnaðarþings á sunnudaginn var. Að þessu sinni hlutu bændurnir í Laxárdal II og handverkshópurinn Handverkskonur milli heiða verðlaunin.

01.mars 2013

Hrossaræktarfundir 4. - 7. mars

Almennir fundir um málefni hrossaræktarinnar verða haldnir á eftirtöldum stöðum í komandi viku. Allir fundirnir hefjast kl. 20:30: Mánudaginn 4. mars. Gistihúsinu, Egilsstöðum ...

28.febrúar 2013

Framleiðsluverðmæti landbúnaðar var 51,8 milljarðar árið 2011

Hagstofa Íslands hefur gefið út Hagreikninga landbúnaðarins fyrir árin 2007-2011. Þetta er í fyrsta sinn sem Hagstofan gefur út hagreikninga fyrir landbúnað í samræmi við samræmda evrópska aðferðafræði.