Fréttir og tilkynningar

10.maí 2013

Fundahöld vegna stöðu mála á Norður- og Austurlandi

Fulltrúar frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Bændasamtökunum, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Bjargráðarsjóði héldu sinn annan fund í morgun til að fara yfir stöðu mála á Norður- og Austurlandi þar sem víða eru mikil snjóþyngsli og á mörgum bæjum hætta á kali vegna klaka á túnum.

06.maí 2013

Kynbótasýning á Akureyri - framlenging á skráningarfresti

Kynbótasýning fer fram á félagssvæði Léttis á Akureyri dagana 16 og 17. maí næstkomandi ef næg þátttaka fæst. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er miðvikudaginn

02.maí 2013

Árgjald tekið upp fyrir JÖRÐ.IS

Árgjaldið fyrir JÖRÐ.IS hefur verið sent til notenda fyrir árið 2013, en þetta er í fyrsta skipti sem notendur greiða fyrir notkun forritsins. Notendur að forritinu JÖRÐ.IS hafa fengið sent bréf ásamt reikningi fyrir árgjaldi fyrir árið 2013.

30.apríl 2013

Viðbrögð við slæmri tíð á Norður- og Austurlandi

Fulltrúar Bændasamtakanna, Bjargráðasjóðs, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins funduðu nýlega um þá stöðu sem uppi er á Norður- og Austurlandi vegna snjóþyngsla, klaka í túnum og mögulegs heyskorts. Á fundinum var ákveðið ...

26.apríl 2013

Átak í viðhaldi og endurnýjun varnargirðinga

Á síðasta degi vetrar var undirritað samkomulag milli atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Bændasamtaka Íslands og Landssamtaka sláturleyfishafa um ráðstöfun þriggja sjóða sem innheimtu hefur verið hætt til.

18.apríl 2013

Tuttugu ESB-ríki eru með hærra hlutfall neysluútgjalda til matvæla en Ísland

Hlutfall útgjalda til matvörukaupa samkvæmt nýjustu tölum Eurostat á árinu 2013 sýna að Íslendingar verja 13% heildarútgjalda sinna til kaupa á matvörum en meðaltal ESB-ríkja er 14%

16.apríl 2013

Ítölugerð fyrir afréttarlandið Almenninga

Fyrir skömmu skilaði ítölunefnd beitarþolsmati fyrir afréttarlandið Almenninga í Rangárþingi eystra. Mælt er með vægri beit að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um beitartíma, áframhaldandi uppgræðslu, reglubundna ástandsvöktun o.fl.

12.apríl 2013

Hver á að framleiða matinn okkar? Upptaka af fyrirlestri á Netinu

Bændasamtök Íslands boða til hádegisfundar mánudaginn 15. apríl um fæðuöryggi og mikilvægi þess að þjóðir nýti náttúrulegar aðstæður til framleiðslu á mat. Hvaða leiðir eiga Íslendingar að velja til að tryggja fæðuöryggi og leggja sitt af mörkum í matvælaframleiðslu heimsins?

04.apríl 2013

Opin málstofa um beitarmál og landnýtingu

Landssamtök sauðfjárbænda standa fyrir opinni málstofu um beitarmál og landnýtingu föstudaginn 5. apríl kl. 14:30 í Bændahöllinni, salnum Heklu á 2. hæð. Allt áhugafólk er velkomið.

03.apríl 2013

Góð sjúkdómastaða íslenskra búfjárstofna er auðlegð sem þarf að verja með öllum ráðum

Ríflega 120 manns mættu til hádegisfundar í Bændahöllinni um þá áhættu sem felst í því að flytja inn hrátt kjöt til landsins. Fyrirlestrar eru aðgengilegir hér á vefnum, sem pdf og hljóð og mynd. Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, sagði í ávarpi við upphaf fundarins ...