Fréttir og tilkynningar

09.desember 2013

Ályktað um framtíð LbhÍ

Formenn búnaðarfélaga á Vesturlandi ályktuðu á dögunum um málefni Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem þeir skora á yfirvöld og hagsmunaaðila að standa vörð um starfsemi skólans. Ályktunin er ekki sú fyrsta ...

04.desember 2013

Fullt afurðastöðvaverð fyrir alla mjólk á næsta ári

Ákveðið hefur verið að auka greiðslumark mjólkur um sjö milljón lítra á komandi verðlagsári. Greiðslumarkið verður 123 milljónir lítra en er á þessu ári 116 milljónir lítrar. Þrátt fyrir þessa hækkun hefur stjórn Auðhumlu þegar gefið út að greitt verði fullt afurðastöðvaverð fyrir alla umframmjólk á næsta ári. Er það gert vegna mikillar sölu undanfarið ...

25.nóvember 2013

Bændadagar í borginni - MYNDIR

Bændasamtökin buðu bændum í heimsókn í Bændahöllina föstudaginn 15. nóvember síðastliðinn til þess að kynna sér starfsemina og gera sér glaðan dag í leiðinni. Leikurinn verður endurtekinn á föstudaginn kemur (29. nóv.) þar sem bændum gefst kostur á að koma á skrifstofur BÍ frá kl. 14:00 til 17:00.

21.nóvember 2013

Bændafundur á Ísafirði fellur niður

Bændafundi á Hótel Ísafirði, sem vera átti í dag kl. 12:00, er frestað. Ekki er flogið til Ísafjarðar og veðurspá er óhagstæð það sem eftir lifir dags. Nýr fundartími verður auglýstur síðar.

13.nóvember 2013

Öll vefkerfi Bændasamtakanna liggja niðri

Öll vefkerfi Bændasamtaka Íslands liggja niðri þessa stundina vegna netvillu hjá hýsingaraðila, Advania. (Viðbót: Advania hefur komið upp tengingu, þannig að öll kerfi eru komin í gang)

12.nóvember 2013

Bændur ræða um endurskoðun á félagskerfinu

Formannafundur aðildarfélaga BÍ stendur nú yfir í Bændahöllinni. Á fundinn mæta formenn og framkvæmdastjórar búgreinafélaga og búnaðarsambanda ásamt fulltrúum BÍ. Til umræðu eru ...

01.nóvember 2013

Bændafundir haldnir á næstu vikum

Nú standa fyrir dyrum bændafundir Bændasamtakanna sem haldnir eru síðla hausts. Í ár munu nokkrir gestafyrirlesarar slást í för með stjórnarmönnum samtakanna og fjalla um margvísleg málefni tengd landbúnaðinum. Í byrjun ...

31.október 2013

Bændur vilja standa vörð um sjálfstæði landbúnaðarháskólanna

Í leiðara Bændablaðsins skrifar Sindri Sigurgeirsson um málefni landbúnaðarháskólanna og mögulega sameiningu LbhÍ við Háskóla Íslands. Leiðarinn er birtur hér í heild sinni:

14.október 2013

Bætur vegna tjóns af völdum kals og óvenjulegrar veðráttu

Bjargráðasjóður mun bæta bændum tjón af völdum kals og óvenjulegrar veðráttu veturinn 2012 - 2013. Í samvinnu við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hafa verið settar sértækar reglur til þess að bæta umrætt tjón, eftir því sem fjárveiting leyfir.

03.október 2013

Starfsmaður í mötuneyti

Bændasamtök Íslands óska eftir matráði til starfa í mötuneyti samtakanna í Bændahöllinni í Reykjavík. Starfið felst í kaffiumsjón, gerð hádegismatar, að útbúa veitingar fyrir fundi auk léttra ræstinga.