Fréttir og tilkynningar

28.febrúar 2014

Búnaðarþing 2014 og Matarhátíð í Hörpu

Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands verður formlega sett við hátíðlega athöfn, laugardaginn 1. mars, klukkan 12.30 í salnum Silfurbergi í Hörpu. Kokkakeppni matarhátíðarinnar Food & Fun fer fram í kjölfarið í salnum Norðurljósum. Á sama tíma verður iðandi mannlíf á matarmarkaði Búrsins, þar sem á fimmta tug smáframleiðenda bjóða fram sínar vörur.

17.febrúar 2014

Tollar og innlend matvælaframleiðsla

Enn á ný er umræða í þjóðfélaginu um aukinn innflutning á búvörum og um þau rekstrarskilyrði sem íslenskum landbúnaði eru búin. Bændasamtökin hafa í áranna rás fjallað ítarlega um tollvernd og gildi hennar fyrir þjóðarbúið og bændur. Það eru stjórnvöld sem móta landbúnaðarstefnuna í gegnum búvörusamninga við bændur, búvörulög, margvíslega reglusetningu og ekki síst með tollalögum.

06.febrúar 2014

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóli Íslands í samstarf

Fulltrúar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóla Íslands undirrituðu á dögunum samkomulag um þætti sem snerta endurmenntun, kennslu og ýmiss brýn verkefni á sviði ráðgjafar og nýsköpunar í landbúnaði. Mikilvægur þáttur ...

05.febrúar 2014

Umsókn um orlofsdvöl sumarið 2014 - Hólar og Flúðir

Félögum í búnaðarsamböndum og búgreinafélögum sem eiga aðild að Bændasamtökum Íslands býðst að sækja um dvöl í orlofshúsum á Flúðum og á Hólum. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út 15. mars 2014.

30.janúar 2014

Flutningur verkefna frá BÍ í undirbúningi

Um næstu mánaðamót verða breytingar á starfaskipan hjá BÍ í tengslum við flutning samningsbundinna verkefna frá samtökunum til ríkisvaldsins. Frá og með 1. febrúar 2014 til og með 31. desember 2014 tekur Jón Baldur Lorange, forstöðumaður tölvudeildar BÍ, að sér að verkstýra undirbúningi flutnings verkefna frá BÍ til stofnana atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR).

24.janúar 2014

Leggjast á eitt við að bæta upprunamerkingar matvæla

Bændasamtök Íslands, Samtök atvinnulífsins og Neytendasamtökin hafa skrifað undir „sáttmála um upprunamerkingar á matvælum“ þar sem kveðið er á um vilja þeirra til að standa saman að bættum upprunamerkingum. Samtökin telja það sjálfsögð réttindi neytenda að vita hvaðan maturinn þeirra kemur.

21.janúar 2014

Launamiðauppfærsla á dkBúbót

Út er komin uppfærsla á dkBúbót. Þessi uppfærsla á dkBúbót hefur það meginmarkmið að gera notendum kleift að senda inn launamiða fyrir árið 2013.

17.janúar 2014

Breytingar á vægi fitu og próteins í lágmarksverði meðalmjólkur

Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) fóru fram á það í desember síðastliðnum við Verðlagsnefnd búvöru að breyta vægi efnaþátta í lágmarksverði meðalmjólkur.

09.janúar 2014

Undantekningalaust ætti að merkja innfluttar búvörur eftir uppruna

Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, reifar afdráttarlausar skoðanir bænda á upprunamerkingum á búvörum í nýju Bændablaði. Hann leggur áherslu á að neytendur séu upplýstir um það hvaðan maturinn kemur og segir meðal annars: "Undantekningalaust ætti að merkja innfluttar búvörur eftir uppruna. Það er á ábyrgð ...

07.janúar 2014

Orðsending til garðyrkjubænda vegna beingreiðslna

Ný reglugerð nr. 1227/2013 um beingreiðslur í garðyrkju fyrir árið 2014 hefur tekið gildi. Þeir sem hafa hug á að þiggja beingreiðslur á árinu 2014 þurfa að skila inn umsókn og/eða áætlun til Bændasamtaka Íslands fyrir 20. janúar 2014 ...