Fréttir og tilkynningar

09.janúar 2014

Undantekningalaust ætti að merkja innfluttar búvörur eftir uppruna

Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, reifar afdráttarlausar skoðanir bænda á upprunamerkingum á búvörum í nýju Bændablaði. Hann leggur áherslu á að neytendur séu upplýstir um það hvaðan maturinn kemur og segir meðal annars: "Undantekningalaust ætti að merkja innfluttar búvörur eftir uppruna. Það er á ábyrgð ...

07.janúar 2014

Orðsending til garðyrkjubænda vegna beingreiðslna

Ný reglugerð nr. 1227/2013 um beingreiðslur í garðyrkju fyrir árið 2014 hefur tekið gildi. Þeir sem hafa hug á að þiggja beingreiðslur á árinu 2014 þurfa að skila inn umsókn og/eða áætlun til Bændasamtaka Íslands fyrir 20. janúar 2014 ...

27.desember 2013

Ný Nautaskrá aðgengileg á vefnum

Nautaskrá Nautastöðvar BÍ fyrir veturinn 2013-2014 er nú aðgengileg á vefnum. Hún fer í prentun um áramótin og verður send til kúabænda snemma á nýju ári. Í skránni er að finna allar helstu upplýsingar um þau kynbótanaut sem verða í notkun næstu mánuði. Hún er því mikilvægt uppsláttarrit fyrir þá sem kynbæta vilja kúastofninn, hvort sem er á heimabúi eða á landsvísu.

23.desember 2013

Opnun á skrifstofum BÍ yfir hátíðarnar

Opnunartímar skrifstofu BÍ verða sem hér segir yfir hátíðarnar: - mán. 23. desember, Þorláksmessa: 8:00-12:00 Lokað eftir hádegi. - þri. 24. desember: Lokað - fös. 27. desember: Opið 10:00-16:00 - mán. 30. desember: Opið 8:00-16:00. - fim. 2. janúar: Opið 10:00-16:00.

11.desember 2013

Breytingar á bondi.is

Eftir stofnun Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins hefur nær öll miðlun á leiðbeiningaefni til bænda færst af vefsíðunni bondi.is og yfir á vefinn rml.is. Efni af gömlu ráðgjafarsviðssíðu bondi.is verður þó aðgengilegt enn um sinn þar sem innihaldið verður ekki flutt að öllu leyti yfir á rml.is.

09.desember 2013

Ályktað um framtíð LbhÍ

Formenn búnaðarfélaga á Vesturlandi ályktuðu á dögunum um málefni Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem þeir skora á yfirvöld og hagsmunaaðila að standa vörð um starfsemi skólans. Ályktunin er ekki sú fyrsta ...

04.desember 2013

Fullt afurðastöðvaverð fyrir alla mjólk á næsta ári

Ákveðið hefur verið að auka greiðslumark mjólkur um sjö milljón lítra á komandi verðlagsári. Greiðslumarkið verður 123 milljónir lítra en er á þessu ári 116 milljónir lítrar. Þrátt fyrir þessa hækkun hefur stjórn Auðhumlu þegar gefið út að greitt verði fullt afurðastöðvaverð fyrir alla umframmjólk á næsta ári. Er það gert vegna mikillar sölu undanfarið ...

25.nóvember 2013

Bændadagar í borginni - MYNDIR

Bændasamtökin buðu bændum í heimsókn í Bændahöllina föstudaginn 15. nóvember síðastliðinn til þess að kynna sér starfsemina og gera sér glaðan dag í leiðinni. Leikurinn verður endurtekinn á föstudaginn kemur (29. nóv.) þar sem bændum gefst kostur á að koma á skrifstofur BÍ frá kl. 14:00 til 17:00.

21.nóvember 2013

Bændafundur á Ísafirði fellur niður

Bændafundi á Hótel Ísafirði, sem vera átti í dag kl. 12:00, er frestað. Ekki er flogið til Ísafjarðar og veðurspá er óhagstæð það sem eftir lifir dags. Nýr fundartími verður auglýstur síðar.

13.nóvember 2013

Öll vefkerfi Bændasamtakanna liggja niðri

Öll vefkerfi Bændasamtaka Íslands liggja niðri þessa stundina vegna netvillu hjá hýsingaraðila, Advania. (Viðbót: Advania hefur komið upp tengingu, þannig að öll kerfi eru komin í gang)