Fréttir og tilkynningar

30.janúar 2014

Flutningur verkefna frá BÍ í undirbúningi

Um næstu mánaðamót verða breytingar á starfaskipan hjá BÍ í tengslum við flutning samningsbundinna verkefna frá samtökunum til ríkisvaldsins. Frá og með 1. febrúar 2014 til og með 31. desember 2014 tekur Jón Baldur Lorange, forstöðumaður tölvudeildar BÍ, að sér að verkstýra undirbúningi flutnings verkefna frá BÍ til stofnana atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR).

24.janúar 2014

Leggjast á eitt við að bæta upprunamerkingar matvæla

Bændasamtök Íslands, Samtök atvinnulífsins og Neytendasamtökin hafa skrifað undir „sáttmála um upprunamerkingar á matvælum“ þar sem kveðið er á um vilja þeirra til að standa saman að bættum upprunamerkingum. Samtökin telja það sjálfsögð réttindi neytenda að vita hvaðan maturinn þeirra kemur.

21.janúar 2014

Launamiðauppfærsla á dkBúbót

Út er komin uppfærsla á dkBúbót. Þessi uppfærsla á dkBúbót hefur það meginmarkmið að gera notendum kleift að senda inn launamiða fyrir árið 2013.

17.janúar 2014

Breytingar á vægi fitu og próteins í lágmarksverði meðalmjólkur

Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) fóru fram á það í desember síðastliðnum við Verðlagsnefnd búvöru að breyta vægi efnaþátta í lágmarksverði meðalmjólkur.

09.janúar 2014

Undantekningalaust ætti að merkja innfluttar búvörur eftir uppruna

Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, reifar afdráttarlausar skoðanir bænda á upprunamerkingum á búvörum í nýju Bændablaði. Hann leggur áherslu á að neytendur séu upplýstir um það hvaðan maturinn kemur og segir meðal annars: "Undantekningalaust ætti að merkja innfluttar búvörur eftir uppruna. Það er á ábyrgð ...

07.janúar 2014

Orðsending til garðyrkjubænda vegna beingreiðslna

Ný reglugerð nr. 1227/2013 um beingreiðslur í garðyrkju fyrir árið 2014 hefur tekið gildi. Þeir sem hafa hug á að þiggja beingreiðslur á árinu 2014 þurfa að skila inn umsókn og/eða áætlun til Bændasamtaka Íslands fyrir 20. janúar 2014 ...

27.desember 2013

Ný Nautaskrá aðgengileg á vefnum

Nautaskrá Nautastöðvar BÍ fyrir veturinn 2013-2014 er nú aðgengileg á vefnum. Hún fer í prentun um áramótin og verður send til kúabænda snemma á nýju ári. Í skránni er að finna allar helstu upplýsingar um þau kynbótanaut sem verða í notkun næstu mánuði. Hún er því mikilvægt uppsláttarrit fyrir þá sem kynbæta vilja kúastofninn, hvort sem er á heimabúi eða á landsvísu.

23.desember 2013

Opnun á skrifstofum BÍ yfir hátíðarnar

Opnunartímar skrifstofu BÍ verða sem hér segir yfir hátíðarnar: - mán. 23. desember, Þorláksmessa: 8:00-12:00 Lokað eftir hádegi. - þri. 24. desember: Lokað - fös. 27. desember: Opið 10:00-16:00 - mán. 30. desember: Opið 8:00-16:00. - fim. 2. janúar: Opið 10:00-16:00.

11.desember 2013

Breytingar á bondi.is

Eftir stofnun Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins hefur nær öll miðlun á leiðbeiningaefni til bænda færst af vefsíðunni bondi.is og yfir á vefinn rml.is. Efni af gömlu ráðgjafarsviðssíðu bondi.is verður þó aðgengilegt enn um sinn þar sem innihaldið verður ekki flutt að öllu leyti yfir á rml.is.

09.desember 2013

Ályktað um framtíð LbhÍ

Formenn búnaðarfélaga á Vesturlandi ályktuðu á dögunum um málefni Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem þeir skora á yfirvöld og hagsmunaaðila að standa vörð um starfsemi skólans. Ályktunin er ekki sú fyrsta ...