Fréttir og tilkynningar

12.nóvember 2013

Bændur ræða um endurskoðun á félagskerfinu

Formannafundur aðildarfélaga BÍ stendur nú yfir í Bændahöllinni. Á fundinn mæta formenn og framkvæmdastjórar búgreinafélaga og búnaðarsambanda ásamt fulltrúum BÍ. Til umræðu eru ...

01.nóvember 2013

Bændafundir haldnir á næstu vikum

Nú standa fyrir dyrum bændafundir Bændasamtakanna sem haldnir eru síðla hausts. Í ár munu nokkrir gestafyrirlesarar slást í för með stjórnarmönnum samtakanna og fjalla um margvísleg málefni tengd landbúnaðinum. Í byrjun ...

31.október 2013

Bændur vilja standa vörð um sjálfstæði landbúnaðarháskólanna

Í leiðara Bændablaðsins skrifar Sindri Sigurgeirsson um málefni landbúnaðarháskólanna og mögulega sameiningu LbhÍ við Háskóla Íslands. Leiðarinn er birtur hér í heild sinni:

14.október 2013

Bætur vegna tjóns af völdum kals og óvenjulegrar veðráttu

Bjargráðasjóður mun bæta bændum tjón af völdum kals og óvenjulegrar veðráttu veturinn 2012 - 2013. Í samvinnu við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hafa verið settar sértækar reglur til þess að bæta umrætt tjón, eftir því sem fjárveiting leyfir.

03.október 2013

Starfsmaður í mötuneyti

Bændasamtök Íslands óska eftir matráði til starfa í mötuneyti samtakanna í Bændahöllinni í Reykjavík. Starfið felst í kaffiumsjón, gerð hádegismatar, að útbúa veitingar fyrir fundi auk léttra ræstinga.

24.september 2013

Stuðningur til ullarsöfnunar

Samkvæmt 3. gr. verklagsreglna um ráðstöfun fjár vegna ullarnýtingar auglýsa Bændasamtök Íslands eftir umsækjendum um stuðning til söfnunar ullar. Verklagsreglurnar, sem hafa hlotið staðfestingu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, eru aðgengilegar ...

23.september 2013

Íslenskur landbúnaður og ný OECD-skýrsla

Í tilefni nýrrar skýrslu frá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) um landbúnað vilja Bændasamtök Íslands taka eftirfarandi fram: Stuðningur við landbúnað hækkar í heild innan landa OECD, ekki bara á Íslandi, eftir óslitna lækkun í aldarfjórðung. Hækkun stuðnings á Íslandi frá árinu 2008 er innan við helmingur af hækkun verðlags á sama tíma. 40% af stuðningi við íslenskan landbúnað er reiknuð ...

13.september 2013

Matreiðslumeistari hittir bændur

Bændur og martreiðslumenn hafa leitt saman hesta sína undanfarnar vikur í samstarfi Bændablaðsins og veitingastaðarins Grillsins á Hótel Sögu. Í blaðinu hafa birst ljósmyndir og fróðleikur um hráefnið auk uppskrifta. Sigurður Helgason, yfirmatreiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu, fer í heimsókn í sveitina og ræðir við sína birgja. Hvað er það sem kokkurinn og bóndinn tala um þegar búvörur eru anna...

06.september 2013

Umsóknarfrestur um framlög til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða framlengdur

Bændasamtök Íslands hafa ákveðið að framlengja umsóknarfrest um framlög til til jarðræktar og hreinsunar affallskurða, samkvæmt reglum nr. 707/2013 til 20. september næstkomandi.

03.september 2013

Norrænn landbúnaður getur lagt sitt af mörkum

Nauðsyn þess að framleiða mat fyrir heimsbyggðina skapar tækifæri til vaxtar fyrir norrænan landbúnað og Norðurlöndin geta verið í forystu þeirra landa sem hafa sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu búvara. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi bænda í Samtökum norrænna bænda (NBC) sem haldinn var í Danmörku dagana 28.-30. ágúst síðastliðinn.