Fréttir og tilkynningar

15.apríl 2014

Nýir formenn hjá Búvest og BSSL

Þessa dagana standa yfir aðalfundir nokkurra aðildarfélaga BÍ. Nokkur mannaskipti urðu í stjórnum Búnaðarsamtaka Vesturlands og Búnaðarsambands Suðurlands í liðinni viku.

27.mars 2014

Þróunarverkefni í sauðfjárrækt - Umsóknarfrestur til 1. apríl 2014

Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki til þróunarverkefna í sauðfjárrækt. Styrkir eru veittir til að "styðja kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í greininni". Reglur um styrkina og umsóknareyðublöð fylgja.

27.mars 2014

Þróunarverkefni í nautgriparækt - Umsóknarfrestur til 10. apríl 2014

Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki til þróunarverkefna í nautgriparækt.Styrkt eru verkefni sem talin eru styrkja íslenska nautgriparækt og falla undir það að vera rannsóknir eða þróunarverkefni í nautgriparækt. Reglur um styrkina og umsóknareyðublöð fylgja.

26.mars 2014

Greiðsluyfirlit birt á Bændatorgi

Bændasamtök Íslands hafa á undanförnum árum byggt upp Bændatorgið, sem er gagnvirk upplýsingagátt fyrir bændur. Á Bændatorginu er aðgangur að rafrænum skjölum; skjölum í skjalakerfi, greiðslum, skattyfirliti, sláturgögnum frá afurðastöðvum og bréfum.

26.mars 2014

Sjúkrasjóður BÍ lagður niður

Búnaðarþing 2014 samþykkti að leggja niður Sjúkrasjóð BÍ í núverandi mynd. Lokað hefur verið á móttöku umsókna um styrki úr sjóðnum þar sem fjármunir hans eru uppurnir.

25.mars 2014

Vegna ummæla menntamálaráðherra um málefni Landbúnaðarháskóla Íslands

Bændasamtök Íslands hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna ummæla menntamálaráðherra um málefni Landbúnaðarháskóla Íslands: Landbúnaðarháskóli Íslands verður af 300 milljóna króna framlagi ríkisins næstu tvö árin þar sem horfið hefur verið frá sameiningu skólans við Háskóla Íslands, samkvæmt því sem fjölmiðlar ...

20.mars 2014

Um fjármál Bændasamtaka Íslands

Bændasamtökin eru frjáls félagasamtök og í bókhaldi þeirra er skilið á milli þeirra fjármuna sem koma frá ríkinu vegna búnaðarlagasamnings og fjármuna sem fara í að reka hagsmunabaráttu bænda. Verkefni í gegnum búnaðarlagasamning eru lögbundin en samninginn má lesa í heild sinni á vef sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Ríkisendurskoðun fær reikninga BÍ til skoðunar ár hvert.

20.mars 2014

Nýr kjarasamningur við SGS vegna starfsfólks í landbúnaði

Bændasamtökin og Starfsgreinasamband Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning fyrir starfsfólk sem vinnur almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum en auk þess gildir samningurinn fyrir matráða á bændabýlum. Þá geta starfsmenn sem starfa við ferðaþjónustu í smærri stíl einnig fallið undir gildissvið samningsins ...

20.mars 2014

Skattfé ekki notað við fjárhagslega endurskipulagningu Hótels Sögu ehf.

Bændasamtök Íslands hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna rangra fullyrðinga í fréttaflutningi um fjárhagslega endurskipulagningu Hótels Sögu ehf. „Samkomulag við Arion banka, stærsta lánveitanda Hótels Sögu ehf., um fjárhagslega endurskipulagningu félagsins var undirritað í árslok 2013. Samkomulagið tryggði rekstrarhæfi ...

16.mars 2014

Ný útgáfa af dkBúbót komin út

Ný útgáfa af dkBúbót er tilbúin. Þessi útgáfa ber útgáfunúmerið 13.10A og er sú útgáfa sem þarf að vera búið uppæra dkBúbót upp í til að gera og skila skattframtali 2014 vegna ársins 2013.