Fréttir og tilkynningar

18.ágúst 2014

Opið fyrir rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki

Bændur eru minntir á að umsóknarfrestur um jarðræktarstyrki vegna framkvæmda á árinu 2014 rennur út þann 10. september. Það er opið fyrir rafrænar umsóknir í Bændatorginu. Upplýsingar um skráðar spildur og stafræn túnkort eru sóttar sjálfvirkt ...

07.ágúst 2014

Rafrænir reikningar frá BÍ og yfirlit á Bændatorgi

Fyrr á árinu var ákveðið hjá Bændasamtökunum að senda einungis út reikninga fyrir seldar vörur og þjónustu í rafrænu formi. Um er að ræða reikninga fyrir forrit BÍ, auglýsingar í Bændablaðinu, hestavegabréf, ýmsar áskriftir og fleira. Þetta er áréttað nú ...

16.júlí 2014

Sumarlokun á skrifstofum Bændasamtakanna

Skrifstofa Bændasamtaka Íslands verður lokuð frá og með mánudeginum 21. júlí til þriðjudagsins 5. ágúst.

11.júlí 2014

Áfram stuðst við gildandi merki um vistvæna framleiðslu

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað starfshóp til að endurskoða reglugerð númer 504/1998 um vistvæna landbúnaðarframleiðslu. Hópinn skipa fulltrúar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Bændasamtaka Íslands og Sölufélags garðyrkjumanna.

07.júlí 2014

Stjórnsýsluverkefni færð frá Bændasamtökunum

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur sett af stað vinnu við að færa stjórnsýsluverkefni landbúnaðaðarmála frá Bændasamtökum Íslands til ríkisins. Meginhluti verkefnanna flyst annars vegar til Matvælastofnunar og hins vegar til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins.

01.júlí 2014

Skiptiborð lokað 4. júlí

Skiptiborð Bændasamtaka Íslands verður lokað föstudaginn 4. júlí vegna sumarleyfa. Beinn sími auglýsinga hjá Bændablaðinu er 563-0362.

22.júní 2014

BÍ leggja til við FEIF að þau banni notkun á ákveðnum mélum með tunguboga

Vegna umræðu um rannsókn á áverkum í munni hrossa óskuðu Bændasamtök Íslands eftir afstöðu Fagráðs í hrossarækt á mögulegu notkunarbanni á mélum með tunguboga. Fagráðið hefur þann tilgang að móta stefnu ...

19.júní 2014

Breyting á stjórn BÍ

Breyting varð á stjórn Bændasamtakanna á stjórnarfundi sem haldinn var í Bændahöllinni 18. júní. Guðbjörg Jónsdóttir frá Læk í Flóahreppi sat þá sinn síðasta stjórnarfund en Guðbjörg hefur hætt búskap og samkvæmt samþykktum Bændasamtakanna geta einungis þeir einstaklingar og lögaðilar sem stunda búrekstur í atvinnuskyni eða til eigin nota átt aðild að samtökunum. Af þessum ástæðum víkur Guðbjörg n...

19.maí 2014

Til leigu skrifstofur í Bændahöll

Í Bændahöllinni, Hótel Sögu, er til leigu skrifstofuaðstaða á 2. hæð. Um er að ræða tvö rými með sameiginlegri fundaraðstöðu og kaffikrók.

05.maí 2014

BÍ sendir rafræna reikninga

Bændasamtökin munu framvegis einungis senda út reikninga fyrir seldar vörur og þjónustu í rafrænu formi. Um er að ræða reikninga fyrir forrit BÍ, auglýsingar í Bændablaðinu, hestavegabréf, ýmsar áskriftir og fleira. Rafrænir reikningar verða aðgengilegir viðskiptavinum undir rafrænum skjölum í heimabönkum. Þeir sem óska eftir að fá senda reikninga útprentaða með gamla laginu ...