Fréttir og tilkynningar

20.mars 2014

Nýr kjarasamningur við SGS vegna starfsfólks í landbúnaði

Bændasamtökin og Starfsgreinasamband Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning fyrir starfsfólk sem vinnur almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum en auk þess gildir samningurinn fyrir matráða á bændabýlum. Þá geta starfsmenn sem starfa við ferðaþjónustu í smærri stíl einnig fallið undir gildissvið samningsins ...

20.mars 2014

Skattfé ekki notað við fjárhagslega endurskipulagningu Hótels Sögu ehf.

Bændasamtök Íslands hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna rangra fullyrðinga í fréttaflutningi um fjárhagslega endurskipulagningu Hótels Sögu ehf. „Samkomulag við Arion banka, stærsta lánveitanda Hótels Sögu ehf., um fjárhagslega endurskipulagningu félagsins var undirritað í árslok 2013. Samkomulagið tryggði rekstrarhæfi ...

16.mars 2014

Ný útgáfa af dkBúbót komin út

Ný útgáfa af dkBúbót er tilbúin. Þessi útgáfa ber útgáfunúmerið 13.10A og er sú útgáfa sem þarf að vera búið uppæra dkBúbót upp í til að gera og skila skattframtali 2014 vegna ársins 2013.

08.mars 2014

Væntanleg uppfærsla á dkBúbót

Skattframtal einstaklinga opnaði á vefnum skattur.is föstudaginn 7. mars. Framtalsuppfærsla dkBúbótar er væntanleg um viku síðar og verður send notendum með skráð netföng með tölvupósti um leið og hún er tilbúin og jafnframt send í fjölföldun á geisladiskum og dreift með landpósti í kjölfarið.

05.mars 2014

Búnaðarþingi lokið - ályktanir á vefnum

Búnaðarþingi 2014 lauk um kvöldmatarleytið á þriðjudag en þinghald hófst sunnudaginn 2. mars á Hótel Sögu. Alls voru 39 þingmál sem lágu fyrir búnaðarþingi þetta árið. Upplýsingar um afdrif mála er að finna hér á vefnum bondi.is.

01.mars 2014

Fjölmenni við setningu Búnaðarþings í Hörpu

Búnaðarþing 2014 var sett við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag að viðstöddu fjölmenni. Setningarathöfnin markar upphafið að þriggja daga búnaðarþingi þar sem fulltrúar bænda koma saman og ræða hagsmunamál stéttarinnar, marka stefnu og ráða ráðum sínum. Fjöldi mála liggur fyrir þinginu en formleg störf þess hefjast á morgun sunnudag kl. 10.00.

28.febrúar 2014

Búnaðarþing 2014 og Matarhátíð í Hörpu

Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands verður formlega sett við hátíðlega athöfn, laugardaginn 1. mars, klukkan 12.30 í salnum Silfurbergi í Hörpu. Kokkakeppni matarhátíðarinnar Food & Fun fer fram í kjölfarið í salnum Norðurljósum. Á sama tíma verður iðandi mannlíf á matarmarkaði Búrsins, þar sem á fimmta tug smáframleiðenda bjóða fram sínar vörur.

17.febrúar 2014

Tollar og innlend matvælaframleiðsla

Enn á ný er umræða í þjóðfélaginu um aukinn innflutning á búvörum og um þau rekstrarskilyrði sem íslenskum landbúnaði eru búin. Bændasamtökin hafa í áranna rás fjallað ítarlega um tollvernd og gildi hennar fyrir þjóðarbúið og bændur. Það eru stjórnvöld sem móta landbúnaðarstefnuna í gegnum búvörusamninga við bændur, búvörulög, margvíslega reglusetningu og ekki síst með tollalögum.

06.febrúar 2014

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóli Íslands í samstarf

Fulltrúar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóla Íslands undirrituðu á dögunum samkomulag um þætti sem snerta endurmenntun, kennslu og ýmiss brýn verkefni á sviði ráðgjafar og nýsköpunar í landbúnaði. Mikilvægur þáttur ...

05.febrúar 2014

Umsókn um orlofsdvöl sumarið 2014 - Hólar og Flúðir

Félögum í búnaðarsamböndum og búgreinafélögum sem eiga aðild að Bændasamtökum Íslands býðst að sækja um dvöl í orlofshúsum á Flúðum og á Hólum. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út 15. mars 2014.