Fréttir og tilkynningar

19.júní 2014

Breyting á stjórn BÍ

Breyting varð á stjórn Bændasamtakanna á stjórnarfundi sem haldinn var í Bændahöllinni 18. júní. Guðbjörg Jónsdóttir frá Læk í Flóahreppi sat þá sinn síðasta stjórnarfund en Guðbjörg hefur hætt búskap og samkvæmt samþykktum Bændasamtakanna geta einungis þeir einstaklingar og lögaðilar sem stunda búrekstur í atvinnuskyni eða til eigin nota átt aðild að samtökunum. Af þessum ástæðum víkur Guðbjörg n...

19.maí 2014

Til leigu skrifstofur í Bændahöll

Í Bændahöllinni, Hótel Sögu, er til leigu skrifstofuaðstaða á 2. hæð. Um er að ræða tvö rými með sameiginlegri fundaraðstöðu og kaffikrók.

05.maí 2014

BÍ sendir rafræna reikninga

Bændasamtökin munu framvegis einungis senda út reikninga fyrir seldar vörur og þjónustu í rafrænu formi. Um er að ræða reikninga fyrir forrit BÍ, auglýsingar í Bændablaðinu, hestavegabréf, ýmsar áskriftir og fleira. Rafrænir reikningar verða aðgengilegir viðskiptavinum undir rafrænum skjölum í heimabönkum. Þeir sem óska eftir að fá senda reikninga útprentaða með gamla laginu ...

15.apríl 2014

Nýir formenn hjá Búvest og BSSL

Þessa dagana standa yfir aðalfundir nokkurra aðildarfélaga BÍ. Nokkur mannaskipti urðu í stjórnum Búnaðarsamtaka Vesturlands og Búnaðarsambands Suðurlands í liðinni viku.

27.mars 2014

Þróunarverkefni í sauðfjárrækt - Umsóknarfrestur til 1. apríl 2014

Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki til þróunarverkefna í sauðfjárrækt. Styrkir eru veittir til að "styðja kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í greininni". Reglur um styrkina og umsóknareyðublöð fylgja.

27.mars 2014

Þróunarverkefni í nautgriparækt - Umsóknarfrestur til 10. apríl 2014

Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki til þróunarverkefna í nautgriparækt.Styrkt eru verkefni sem talin eru styrkja íslenska nautgriparækt og falla undir það að vera rannsóknir eða þróunarverkefni í nautgriparækt. Reglur um styrkina og umsóknareyðublöð fylgja.

26.mars 2014

Greiðsluyfirlit birt á Bændatorgi

Bændasamtök Íslands hafa á undanförnum árum byggt upp Bændatorgið, sem er gagnvirk upplýsingagátt fyrir bændur. Á Bændatorginu er aðgangur að rafrænum skjölum; skjölum í skjalakerfi, greiðslum, skattyfirliti, sláturgögnum frá afurðastöðvum og bréfum.

26.mars 2014

Sjúkrasjóður BÍ lagður niður

Búnaðarþing 2014 samþykkti að leggja niður Sjúkrasjóð BÍ í núverandi mynd. Lokað hefur verið á móttöku umsókna um styrki úr sjóðnum þar sem fjármunir hans eru uppurnir.

25.mars 2014

Vegna ummæla menntamálaráðherra um málefni Landbúnaðarháskóla Íslands

Bændasamtök Íslands hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna ummæla menntamálaráðherra um málefni Landbúnaðarháskóla Íslands: Landbúnaðarháskóli Íslands verður af 300 milljóna króna framlagi ríkisins næstu tvö árin þar sem horfið hefur verið frá sameiningu skólans við Háskóla Íslands, samkvæmt því sem fjölmiðlar ...

20.mars 2014

Um fjármál Bændasamtaka Íslands

Bændasamtökin eru frjáls félagasamtök og í bókhaldi þeirra er skilið á milli þeirra fjármuna sem koma frá ríkinu vegna búnaðarlagasamnings og fjármuna sem fara í að reka hagsmunabaráttu bænda. Verkefni í gegnum búnaðarlagasamning eru lögbundin en samninginn má lesa í heild sinni á vef sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Ríkisendurskoðun fær reikninga BÍ til skoðunar ár hvert.