Fréttir og tilkynningar

12.desember 2014

Kynningarmyndband um íslenskan landbúnað

Í byrjun október var Bændasamtökunum boðið að taka þátt í ræðismannaráðstefnu á vegum Utanríkisráðuneytisins í Hörpunni þar sem ræðismenn Íslands um allan heim komu saman til að kynnast landi og þjóð. Formaður Bændasamtakanna, Sindri Sigurgeirsson, kynnti íslenskan landbúnað fyrir gestunum og var myndbandið sýnt af því tilefni. Bændasamtökin unnu það í samvinnu við Profilm (english/enska).

26.nóvember 2014

Nýtt vefrit um kjarasamninga SGS og BÍ

Bændasamtök Íslands hafa tekið saman vefrit um gildissvið og helstu efnisatriði kjarasamninga Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands. Í ritinu er að finna gagnlegar ábendingar til vinnuveitenda og þeirra sem ráða fólk til starfa í landbúnaði, varðandi kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum. Ritið er að finna á www.bondi.is undir efnisflokknum Félagsmál og Fræ...

19.nóvember 2014

Hótel Saga boðin til sölu

Á síðustu mánuðum hafa margir fjárfestar haft samband við Bændasamtök Íslands og lýst yfir áhuga á að kaupa fasteign og rekstur Hótel Sögu. Í ljósi þess hefur stjórn Bændasamtaka Íslands ákveðið að óska eftir formlegum tilboðum og ráðið fyrirtækjaráðgjöf MP banka til þess að sjá um söluferlið.

18.nóvember 2014

Nýtt vefrit um kjarasamninga SGS og BÍ

Bændasamtök Íslands hafa tekið saman vefrit um gildissvið og helstu efnisatriði kjarasamninga Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands. Í ritinu er að finna gagnlegar ábendingar til vinnuveitenda og þeirra sem ráða fólk til starfa í landbúnaði, varðandi kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum. Ritið er að finna á heimasíðu BÍ, www.bondi.is undir efnisflokknum &#...

18.nóvember 2014

Hýsing á dkBúbót - Uppfærð

Nú hefur staðið yfir um tíma uppfærsla á tölvubúnaði hjá upplýsingatæknisviði sem m.a. hýsir dkBúbót.

14.nóvember 2014

Landnýting og ferðaþjónusta með hliðsjón af almannarétti

Bændasamtök Íslands, Félag ferðaþjónustubænda og Landssamtök landeigenda á Íslandi halda málþing um landnýtingu og ferðaþjónustu með hliðsjón af almannarétti, þriðjudaginn 18. nóvember í Heklusal, Radisson Blu Hótel Sögu Reykjavík, 2. hæð, kl. 10-14. Málþingið er opið öllum.

14.nóvember 2014

Málþing um stöðu og horfur í lífrænum búskap á Íslandi

Bændasamtök Íslands og VOR - verndun og ræktun, félag framleiðenda í lífrænum búskap, í samvinnu við Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið og Evrópustofu, halda málþing um stöðu og horfur í lífrænum búskap á Íslandi, í samræmi við ályktun Búnaðarþings 2014, miðvikudaginn 19. nóvember í Heklusal, Radisson Blu Hótel Sögu, 2. hæð, kl. 13-17. Málþingið er opið öllum.

05.nóvember 2014

Íslenska geitin komin á veggspjald

Veggspjald sem sýnir litafjölbreytileika íslenska geitastofnsins er komið út. Það eru Bændasamtök Íslands sem standa að útgáfunni en ljósmyndirnar koma úr ýmsum áttum.

23.október 2014

Innflutningsbann á hráu kjöti er í þágu íslenskra hagsmuna

Erna Bjarnadóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, ritar eftirfarandi grein í Morgunblaðið í dag sem svar við grein Andrésar Magnússonar og Lárusar M.K. Ólafssonar sem birtist í sama blaði þann 13. október síðastliðinn.

08.október 2014

ESA telur innflutningsbann á fersku kjöti ekki standast samninginn um EES

Íslensk löggjöf um innflutning á fersku kjöti er andstæð EES-samningnum samkvæmt rökstuddu áliti sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur sent frá sér. Íslensk löggjöf felur í sér innflutningstakmarkanir á fersku kjöti, unnu sem óunnu, kældu sem frosnu, innmat og sláturúrgang hvort sem um ræðir svína-, nauta-, lamba-, geita- eða alifuglakjöt eða kjöt af villtum dýrum.