Fréttir og tilkynningar

31.mars 2015

Ný kynslóð af Fjárvís opnuð

Í morgun opnaði ný kynslóð af Fjárvís á léninu fjarvis.is. Einnig er hægt að opna forritið beint í gegnum Bændatorgið. Skýrsluhaldskerfið í sauðfjárrækt hefur tekið miklum breytingum eins og notendur munu verða varir við. Mikil vinna hefur verið lögð í þróun þessa nýja kerfis á undanförnum árum í tölvudeild Bændasamtakanna í samvinnu við ráðunauta RML.

30.mars 2015

Ráðstefna um tjón af völdum álfta og gæsa í ræktunarlandi bænda

Ráðstefna um tjón af völdum álfta og gæsa í ræktunarlandi bænda föstudaginn 10. apríl 2015 í Gunnarsholti í húsnæði Landsgræðslu ríkisins. Ráðstefnan er haldin á vegum Umhverfisstofnunar og Bændasamtaka Íslands

27.mars 2015

Fjárvís III tekur við af Fjárvís II

Í morgun var FJARVIS.IS, eða Fjárvís II, lokað, en hann tók við af Fjárvís I (Dos útgáfu). Þá hófst gagnaflutningur yfir í Fjárvís III, sem er ný kynslóð af skýrsluhaldsforriti í sauðfjárrækt. Það er að því að opna nýtt kerfi 31. mars 2015.

26.mars 2015

Rúningskeppnin Gullnu klippurnar á KEX Hostel á laugardaginn

Laugardaginn 28. mars kl. 14 verður haldin rúningskeppni í portinu á KEX Hostel við Skúlagötu í Reykjavík. Hér keppa vaskir þátttakendur um hinar einu sönnu gullklippur og einnig kemur dómari frá Skotlandi, Gavin Stevens, sem mun sýna fimi sína með handklippum.

20.mars 2015

Áríðandi tilkynning til notenda FJARVIS.IS

Á miðnætti 26. mars nk. verður skýrsluhaldskerfinu í sauðfjárrækt FJARVIS.IS lokað vegna flutnings á skýrsluhaldsgögnum yfir í nýtt skýrsluhaldskerfi. Ný útgáfa af FJARVIS.IS verður opnuð þriðjudaginn 31. mars en um er að ræða nýja kynslóð af skýrsluhaldskerfinu.

19.mars 2015

Málþing um áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni á gróður og lífríki

Málþingið verður haldið kl. 13.oo - 17.oo, mánudaginn 23. mars í fundarsalnum Kötlu á 2. hæð á Hótel Sögu. Tilgangur málþingsins er að miðla upplýsingum um bein og óbein áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni og hvernig eftirliti með menguninni er og verður háttað.

17.mars 2015

Framkvæmdastjóraskipti hjá Bændasamtökum Íslands

Eiríkur Blöndal mun að eigin ósk láta af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands um næstu mánaðamót. Stjórn Bændasamtakanna hefur ákveðið að ráða Sigurð Eyþórsson sem framkvæmdastjóra BÍ frá 1. apríl n.k.

16.mars 2015

Bændablaðið 20 ára í eigu Bændasamtakanna

Á dögunum varð Bændablaðið 20 ára í eigu Bændasamtakanna en það kom fyrst út undir merkjum nýstofnaðra Bændasamtaka Íslands þann 14. mars árið 1995. Frá þessum tíma eru komin út 438 tölublöð af Bændablaðinu.

12.mars 2015

Umsóknarfrestur styrkumsókna rennur út 15. mars

Bændur eru minntir á að umsóknarfrestur vegna styrkumsókna um nýliðun í sauðfjárrækt, uppsetningu á vatnsveitu og lýsingarbúnaðar í ylrækt rennur út næstkomandi sunnudag, 15. mars 2015.

05.mars 2015

Hátt í 30 mál afgreidd á Búnaðarþingi

Búnaðarþingi 2015 lauk á ellefta tímanum í gærkvöldi og var fjöldi mála afgreiddur í gær. Meðal þeirra var samþykkt að öll áform um sölu á Hótel Sögu verði lögð til hliðar næstu þrjú árin eða þar til Búnaðarþing tekur ákvörðun um annað.