Fréttir og tilkynningar

24.febrúar 2015

Búnaðarþing hefst næstkomandi sunnudag með setningu í Hörpunni

Laugardaginn 28. febrúar og sunnudaginn 1. mars verður sannkölluð matarveisla í Hörpunni þar sem sýnt verður fram á allt hið góða sem íslenskur landbúnaður hefur upp á að bjóða undir merkjum Opins landbúnaðar. Setning Búnaðarþings fer fram við hátíðlega athöfn sunnudaginn 1. mars, kl. 12:30 í Silfurbergi.

20.febrúar 2015

Nú er auðveldara að nálgast skattyfirlit á Bændatorginu

Búnaðarstofa hefur ákveðið að taka út skilyrði um ÍSLYKILL til þess að  notendur Bændatorgsins geti flétt upp rafrænum skjölum svo sem skattyfirliti (afurðamiða).

09.febrúar 2015

Ráðstefna um tímamót í dýravelferð

Þann 23. febrúar næstkomandi verður ráðstefnan tímamót í dýravelferð haldin á Hvanneyri og er samstarfsverkefni Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Bændasamtakanna, MAST, Dýraverndurnarsambands Íslands, Landbúnaðarháskólans og Dýralæknafélags Íslands.

04.febrúar 2015

Yfirlit (afurðamiði) vegna skattframtals 2015 komið inn á Bændatorgið

Búnaðarstofa hefur nú sett yfirlit (afurðamiði) vegna skattframtals 2015 inn á Bændatorgið. Það má finna undir Rafræn skjöl, Skattyfirlit.

30.janúar 2015

Bændasamtök Íslands óska eftir að ráða matráð til starfa í hlutastarf

Bændasamtök Íslands óska eftir að ráða matráð til starfa í hlutastarf. Reynsla af sambærilegu starfi æskileg.

28.janúar 2015

Ekki gengið að tilboðum í Hótel Sögu

Bændasamtök Íslands hafa ákveðið að ganga ekki til viðræðna um sölu á Hótel Sögu á grundvelli fyrirliggjandi tilboða sem fram komu í söluferli sem fyrirtækjaráðgjöf MP banka annaðist.

09.janúar 2015

Orðsending til garðyrkjubænda vegna beingreiðslna

Ný reglugerð nr. 1178/2014 um beingreiðslur í garðyrkju fyrir árið 2015 hefur tekið gildi. Þeir sem hafa hug á að þiggja beingreiðslur á árinu 2015 þurfa að skila inn umsókn og/eða áætlun til Bændasamtaka Íslands, Búnaðarstofu, fyrir 20. janúar 2015

06.janúar 2015

Sjálfstæð rekstrareining fyrir stjórnsýsluverkefni

Á síðasta ári var vinna í gangi við flutning stjórnsýsluverkefna frá Bændasamtökum Íslands til stofnana Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Á haustdögum ákvað ráðuneytið að fresta flutningnum um eitt ár en undirritaður hefur verið samningur við ráðuneytið og Matvælastofnun um hvernig að þessum málum verður staðið á árinu 2015.

05.janúar 2015

dkBúbót - ný lög um virðisaukaskatt

Hinn 16. desember 2014 voru samþykkt á Alþingi lög um breytingar á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt og tekur breytingin gildi 1. janúar 2015. Helsta breytingin felst í lækkun á efra virðisaukaskattþrepi og hækkun á neðra virðisaukaskattþrepi.

02.janúar 2015

Ný uppfærsla á dkBúbót 14.00A

Nú er tilbúin uppfærsla á dkBúbót vegna breytinga á virðisaukaskattkerfinu eins og var sagt frá hér hér fyrir áramótin. Hér að neðan er tengill með leiðbeiningum um uppfærsluna.