Fréttir og tilkynningar

05.nóvember 2014

Íslenska geitin komin á veggspjald

Veggspjald sem sýnir litafjölbreytileika íslenska geitastofnsins er komið út. Það eru Bændasamtök Íslands sem standa að útgáfunni en ljósmyndirnar koma úr ýmsum áttum.

23.október 2014

Innflutningsbann á hráu kjöti er í þágu íslenskra hagsmuna

Erna Bjarnadóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, ritar eftirfarandi grein í Morgunblaðið í dag sem svar við grein Andrésar Magnússonar og Lárusar M.K. Ólafssonar sem birtist í sama blaði þann 13. október síðastliðinn.

08.október 2014

ESA telur innflutningsbann á fersku kjöti ekki standast samninginn um EES

Íslensk löggjöf um innflutning á fersku kjöti er andstæð EES-samningnum samkvæmt rökstuddu áliti sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur sent frá sér. Íslensk löggjöf felur í sér innflutningstakmarkanir á fersku kjöti, unnu sem óunnu, kældu sem frosnu, innmat og sláturúrgang hvort sem um ræðir svína-, nauta-, lamba-, geita- eða alifuglakjöt eða kjöt af villtum dýrum.

19.september 2014

Íslendingar vilja betri upprunamerkingar matvæla

Það skiptir meira en fjóra af hverjum fimm Íslendingum máli að upplýsingar um upprunaland séu á umbúðum matvæla við ákvörðun um kaup. Þar af telur tæpur helmingur (48%) að það skipti miklu máli og rúmur þriðjungur (35%) að það skipti nokkru máli. Aðeins 17% telja að það skipti ...

19.september 2014

Höldum staðreyndum til haga

Finni Árnasyni, forstjóra Haga, er umhugað um bættan hag íslenskra bænda. Þessi forstjóri einnar stærstu verslunarkeðju landsins ritaði langa grein í Morgunblaðið á dögunum þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að mánaðarlaun íslenska bóndans séu einungis 70 þúsund krónur.

12.september 2014

Bændasamtökin og fjárlagafrumvarpið

Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi er liður sem heitir "Bændasamtök Íslands" sem ætti með réttu að nefnast "Búnaðarlagasamningur" til þess að endurspegla ráðstöfun þeirra fjármuna sem undir hann heyra. Fjármunirnir sem þarna um ræðir renna m.a. til ráðgjafarstarfs í landbúnaði, jarðabóta í sveitum, til Framleiðnisjóðs ...

12.september 2014

Af högum bænda

Forsvarsmenn verslunarinnar hafa ekki dregið af sér á undanförnum misserum að gagnrýna fyrirkomulag í landbúnaði. Draumur þeirra um að geta takmarkalaust flutt inn búvörur frá útlöndum og ávaxtað sitt pund betur en þeir gera í dag er lífseigur.

10.september 2014

Bændur leggjast gegn hækkun virðisaukaskatts á mat

Í nýju fjárlagafrumvarpi leggur ríkisstjórnin til að hækka virðisaukaskatt á mat úr 7% í 12%. Bændasamtökin mótmæla þessum áformum harðlega og telja þau skerða samkeppnisstöðu innlendra búvara. Forystumenn bænda telja fátt benda til þess að ríkisstjórnin vilji efla innlenda matvælaframleiðslu með nýju fjárlagafrumvarpi.

09.september 2014

Frestur til að skila inn umsóknum um jarðræktarstyrki framlengdur

Frestur til að skila inn umsóknum um jarðræktarstyrki hefur verið framlengdur til mánudagsins 22. september 2014, en hann átti að renna út á morgun, miðvikudag.

29.ágúst 2014

Fjárréttir haustið 2014

Listi yfir fjárréttir haustsins er nú birtur á vef Bændablaðsins, www.bbl.is, en um árabil hafa upplýsingarnar verið birtar í blaðinu og hér á vefnum ...