Fréttir og tilkynningar

13.maí 2015

Um 1.200 til 1.400 tonn af svína- og kjúklingakjöti hafa safnast upp

Miklar birgðir af kjúklinga- og svínakjöti safnast upp í landinu vegna verkfalla BHM. Gera má ráð fyrir að magnið verði milli 1.200 og 1.400 tonn í lok vikunnar. Verkfall dýralækna hófst 20. apríl og stendur enn.

05.maí 2015

Grafalvarlegt ástand í íslenskum landbúnaði

Stjórn Bændasamtaka Íslands fundaði í gær vegna þess grafalvarlega ástands sem upp er komið í íslenskum landbúnaði vegna vinnudeilu BHM og ríkisins. Staðan er alvarlegust í alifugla- og svínarækt þar sem engin heilbrigðiskoðun getur átt sér stað á meðan verkfall dýralækna hjá Matvælastofnun stendur yfir.

27.apríl 2015

Undanþágur veittar en mikilvægt að leysa kjaradeilu ríkis og BHM

Bændasamtök Íslands fagna því að undanþágunefnd BHM hafi síðastliðinn föstudag samþykkt að veita undanþágur frá verkfalli dýralækna, svo að alifuglaslátrun gæti farið fram. Samtökin líta svo á að með því hafi verið brugðist við þeim alvarlega dýravelferðarvanda sem kominn var upp í alifuglaræktinni, þar sem slátrun verður að fara fram jafnt og þétt.

21.apríl 2015

Skuldajöfnun af beingreiðslum gæti fallið niður um næstu mánaðamót

Vegna verkfalls BHM félaga í Fjársýslu ríkisins gæti komið til þess að skuldajöfnun vegna opinberra gjalda af beingreiðslum bænda falli niður um þessi mánaðarmót. Samkvæmt upplýsingum Búnaðarstofu þá munu beingreiðslur hins vegar verða greiddar um næstu mánaðarmót.

17.apríl 2015

Ráðstefna um tjón af völdum álfta og gæsa - upptökur

Ráðstefna um tjón af völdum álfta og gæsa í ræktunarlandi bænda var haldin föstudaginn 10. apríl í fundarsal Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti á Rangárvöllum.

16.apríl 2015

Auglýsingasala og vefumsjón

Bændasamtök Íslands óska eftir að ráða starfsmann í fullt starf hjá Bændablaðinu. Gerð er krafa um reynslu af markaðs- og sölumálum. Þekking og færni á umbrotsforritið Indesign og myndvinnsluforritið Photoshop er kostur. Bændablaðið kemur að jafnaði út á tveggja vikna fresti og er gefið út af Bændasamtökum Íslands.

13.apríl 2015

Kynningarfundir fjarvis.is um allt land

Nú standa yfir kynningarfundir um skýrsluhaldskerfið í sauðfjárrækt, FJARVIS.IS. Á fundunum eru kynntar þær breytingar og endurbætur sem urðu á kerfinu við uppfærslu í lok mars. Fundarröðina má sjá nánar við að haka inn á fréttina.

31.mars 2015

Ný kynslóð af Fjárvís opnuð

Í morgun opnaði ný kynslóð af Fjárvís á léninu fjarvis.is. Einnig er hægt að opna forritið beint í gegnum Bændatorgið. Skýrsluhaldskerfið í sauðfjárrækt hefur tekið miklum breytingum eins og notendur munu verða varir við. Mikil vinna hefur verið lögð í þróun þessa nýja kerfis á undanförnum árum í tölvudeild Bændasamtakanna í samvinnu við ráðunauta RML.

30.mars 2015

Ráðstefna um tjón af völdum álfta og gæsa í ræktunarlandi bænda

Ráðstefna um tjón af völdum álfta og gæsa í ræktunarlandi bænda föstudaginn 10. apríl 2015 í Gunnarsholti í húsnæði Landsgræðslu ríkisins. Ráðstefnan er haldin á vegum Umhverfisstofnunar og Bændasamtaka Íslands

27.mars 2015

Fjárvís III tekur við af Fjárvís II

Í morgun var FJARVIS.IS, eða Fjárvís II, lokað, en hann tók við af Fjárvís I (Dos útgáfu). Þá hófst gagnaflutningur yfir í Fjárvís III, sem er ný kynslóð af skýrsluhaldsforriti í sauðfjárrækt. Það er að því að opna nýtt kerfi 31. mars 2015.