Fréttir og tilkynningar

18.september 2015

Samningar við ESB um tolla og aukinn markaðsaðgang búvara

Nýir samningar á milli Íslands og Evrópusambandsins um tolla og verslun með búvörur hafa umtalsverð áhrif á íslenskan landbúnað. Sumt er jákvætt en annað neikvætt að mati Sindra Sigurgeirssonar, formanns Bændasamtakanna. Samkeppnisstaða bænda mun í sumum tilvikum versna og breytingarnar koma hvað harðast niður á svína- og kjúklingabændum.

09.september 2015

Ótvíræð áhætta fylgir innflutningi lifandi dýra

Á meðan á aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu stóð, var Dr. Preben Willeberg frv. yfirdýralæknir í Danmörku og prófessor við Kaupmannahafnarháskóla beðinn um að semja áhætttumat fyrir íslensk stjórnvöld vegna innflutnings lifandi dýra í frjálsu flæði samkvæmt reglum ESB.

27.ágúst 2015

Fjárréttir og stóðréttir haustið 2015

Yfirlit um fjár- og stóðréttir liggur nú fyrir. Listinn er unninn með þeim hætti að leitað er til sveitarfélaga um upplýsingar. Ferðamálafulltrúar komu til aðstoðar á sumum stöðum og víða hafa bændur og ráðunautar lagt hönd á plóginn. Á listanum er að finna upplýsingar um réttardaga og sumum tilvikum tímasetningar.

13.ágúst 2015

Endurbætur í Bændahöllinni og breytingar á rekstrarfyrirkomulagi Hótel Sögu

Á fundi í Bændahöllinni með starfsmönnum Bændasamtaka Íslands og Hótel Sögu sem haldinn var þriðjudaginn 12. ágúst voru kynnt áform um breytingar á rekstri og nýtingu Bændahallarinnar og viðhald og endurbætur á fasteigninni. Fyrirhugað er að skipta félaginu Hótel Sögu ehf. upp í fasteignafélag og rekstrarfélag. Ingibjörg Ólafsdóttir verður áfram hótelstjóri Hótel Sögu og framkvæmdastjóri rekstrarf...

04.ágúst 2015

Bændasamtökin og opinberir styrkir

Forstjóri Haga, Finnur Árnason, heldur því fram í blaðagrein í Fréttablaðinu þann 4. ágúst að Bændasamtökin fái 500 milljónir króna í opinbera styrki til hagsmunabaráttu. Það er rangt. Í fjárlögum 2015 er liður sem heitir „Búnaðarlagasamningur“. Fjármunirnir ...

14.júlí 2015

Sumarlokun hjá Bændasamtökum Íslands

Skrifstofur Bændasamtaka Íslands verða lokaðar frá 20. júlí til 10. ágúst vegna sumarleyfa. Þeir sem vilja auglýsa í Bændablaðinu geta haft samband við Auði í síma 563-0303. Einnig er hægt að hafa samband við ritstjórn Bændablaðsins í síma 563-0362 á skrifstofutíma. Næstu Bændablöð koma út 23. júlí og 13. ágúst.

01.júlí 2015

Stjórnsýsluverkefni Búnaðarstofu fara til MAST

Alþingi samþykkti í dag frumvarp til breytinga á búvörulögum þar sem meðal annars er fjallað um stjórnsýsluverkefnin sem Búnaðarstofa sinnir nú hjá Bændasamtökunum. Frumvarpið var samþykkt mótatkvæðalaust sem þýðir að verkefnin flytjast til Matvælastofnunar.

29.júní 2015

Málstofa með Piero Sardo frá Slow Food

Piero Sardo, framkvæmdastjóri stofnunar líffræðilegs fjölbreytileika hjá Slow Food kemur til landsins dagana 7. – 11. júlí. Af því tilefni efna Bændasamtökin til málstofu undir yfirskriftinni "Að varðveita líffræðilega fjölbreytni" fimmtudagsmorguninn 9. júlí frá klukkan 9-11 í Esju II á Hótel Sögu.

22.júní 2015

Tveir kynningarfundir um fjarvis.is á Vestfjörðum

Þriðjudaginn 30. júní verða haldnir kynningarfundir um skýrsluhaldskerfið í sauðfjárrækt, fjarvis.is. Á fundunum verða kynntar þær breytingar og endurbætur sem urðu á kerfinu við uppfærslu í lok mars.

18.júní 2015

Skrifstofur BÍ lokaðar eftir hádegi í dag

Bændasamtök Íslands munu verða við þeim tilmælum ríkisstjórnar Íslands að gefa frí eftir hádegi föstudaginn 19. júní, í tilefni 100 ára afmælis kosningarréttar kvenna. Skrifstofur Bændasamtaka Íslands verða því lokaðar af þeim sökum eftir hádegi.