Fréttir og tilkynningar

21.apríl 2015

Skuldajöfnun af beingreiðslum gæti fallið niður um næstu mánaðamót

Vegna verkfalls BHM félaga í Fjársýslu ríkisins gæti komið til þess að skuldajöfnun vegna opinberra gjalda af beingreiðslum bænda falli niður um þessi mánaðarmót. Samkvæmt upplýsingum Búnaðarstofu þá munu beingreiðslur hins vegar verða greiddar um næstu mánaðarmót.

17.apríl 2015

Ráðstefna um tjón af völdum álfta og gæsa - upptökur

Ráðstefna um tjón af völdum álfta og gæsa í ræktunarlandi bænda var haldin föstudaginn 10. apríl í fundarsal Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti á Rangárvöllum.

16.apríl 2015

Auglýsingasala og vefumsjón

Bændasamtök Íslands óska eftir að ráða starfsmann í fullt starf hjá Bændablaðinu. Gerð er krafa um reynslu af markaðs- og sölumálum. Þekking og færni á umbrotsforritið Indesign og myndvinnsluforritið Photoshop er kostur. Bændablaðið kemur að jafnaði út á tveggja vikna fresti og er gefið út af Bændasamtökum Íslands.

13.apríl 2015

Kynningarfundir fjarvis.is um allt land

Nú standa yfir kynningarfundir um skýrsluhaldskerfið í sauðfjárrækt, FJARVIS.IS. Á fundunum eru kynntar þær breytingar og endurbætur sem urðu á kerfinu við uppfærslu í lok mars. Fundarröðina má sjá nánar við að haka inn á fréttina.

31.mars 2015

Ný kynslóð af Fjárvís opnuð

Í morgun opnaði ný kynslóð af Fjárvís á léninu fjarvis.is. Einnig er hægt að opna forritið beint í gegnum Bændatorgið. Skýrsluhaldskerfið í sauðfjárrækt hefur tekið miklum breytingum eins og notendur munu verða varir við. Mikil vinna hefur verið lögð í þróun þessa nýja kerfis á undanförnum árum í tölvudeild Bændasamtakanna í samvinnu við ráðunauta RML.

30.mars 2015

Ráðstefna um tjón af völdum álfta og gæsa í ræktunarlandi bænda

Ráðstefna um tjón af völdum álfta og gæsa í ræktunarlandi bænda föstudaginn 10. apríl 2015 í Gunnarsholti í húsnæði Landsgræðslu ríkisins. Ráðstefnan er haldin á vegum Umhverfisstofnunar og Bændasamtaka Íslands

27.mars 2015

Fjárvís III tekur við af Fjárvís II

Í morgun var FJARVIS.IS, eða Fjárvís II, lokað, en hann tók við af Fjárvís I (Dos útgáfu). Þá hófst gagnaflutningur yfir í Fjárvís III, sem er ný kynslóð af skýrsluhaldsforriti í sauðfjárrækt. Það er að því að opna nýtt kerfi 31. mars 2015.

26.mars 2015

Rúningskeppnin Gullnu klippurnar á KEX Hostel á laugardaginn

Laugardaginn 28. mars kl. 14 verður haldin rúningskeppni í portinu á KEX Hostel við Skúlagötu í Reykjavík. Hér keppa vaskir þátttakendur um hinar einu sönnu gullklippur og einnig kemur dómari frá Skotlandi, Gavin Stevens, sem mun sýna fimi sína með handklippum.

20.mars 2015

Áríðandi tilkynning til notenda FJARVIS.IS

Á miðnætti 26. mars nk. verður skýrsluhaldskerfinu í sauðfjárrækt FJARVIS.IS lokað vegna flutnings á skýrsluhaldsgögnum yfir í nýtt skýrsluhaldskerfi. Ný útgáfa af FJARVIS.IS verður opnuð þriðjudaginn 31. mars en um er að ræða nýja kynslóð af skýrsluhaldskerfinu.

19.mars 2015

Málþing um áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni á gróður og lífríki

Málþingið verður haldið kl. 13.oo - 17.oo, mánudaginn 23. mars í fundarsalnum Kötlu á 2. hæð á Hótel Sögu. Tilgangur málþingsins er að miðla upplýsingum um bein og óbein áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni og hvernig eftirliti með menguninni er og verður háttað.