Fréttir og tilkynningar

01.júní 2015

Undanþágur eina úrræðið þrátt fyrir neyðarástand

Bændasamtökunum barst svar þann 21. maí við bréfi sem sent var til ráðherra þann 18. maí þar sem óskað var eftir að ráðherra tryggi að dýralæknar verði við störf hjá Matvælastofnun í því skyni að bændum verði tryggð eðlileg starfsskilyrði og að velferð dýra þeirra verði virt, eða að ríkið taki yfir þær skyldur sem kveðið er á um í lögum um velferð dýra og lagðar eru á bændur.

19.maí 2015

Óskað eftir viðbrögðum ráðherra vegna ástands í verkföllum dýralækna

Formenn Bændasamtakanna,Svínaræktarfélags Íslands og Félags kjúklingabænda hafa sent Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eftirfarandi bréf vegna þess neyðarástands sem skapast hefur hjá alifugla- og svínabændum vegna verkfalls dýralækna innan BHM:

19.maí 2015

Búið er að ganga frá árgjaldi fyrir Fjárvís 2015

Í maí 2014 hófu Bændasamtök Íslands útsendingu rafrænna reikninga. Ef bændur óska eftir, þá er hægt að fá prentaða reikninga senda heim með póstinum. Sú breyting verður nú, að gjald verður lagt á þessa þjónustu til að standa undir kostnaði sem henni fylgir. Umsýslugjaldið verður kr. 500 sem bætist við upphæð reiknings. Þeir sem vilja spara sér þennan kostnað framvegis geta haft samband við Bænd...

19.maí 2015

Landnámshænan komin á veggspjald

Bændasamtökin hafa um árabil gefið út litaveggspjöld af íslensku búfé. Í fyrrahaust kom út nýtt spjald með geitinni og nú er landnámshænan komin á prent. Alls eru myndirnar 26 talsins með hönum, hænum og ungum við ýmsar aðstæður. Á myndunum má sjá fjölbreytta liti, aldur, kambgerðir og fleira. Ljósmyndir tóku þau Jón Eiríksson, Brynhildur Inga Einarsdóttir, Jóhanna G. Harðardóttir og Áskell Þó...

13.maí 2015

Um 1.200 til 1.400 tonn af svína- og kjúklingakjöti hafa safnast upp

Miklar birgðir af kjúklinga- og svínakjöti safnast upp í landinu vegna verkfalla BHM. Gera má ráð fyrir að magnið verði milli 1.200 og 1.400 tonn í lok vikunnar. Verkfall dýralækna hófst 20. apríl og stendur enn.

05.maí 2015

Grafalvarlegt ástand í íslenskum landbúnaði

Stjórn Bændasamtaka Íslands fundaði í gær vegna þess grafalvarlega ástands sem upp er komið í íslenskum landbúnaði vegna vinnudeilu BHM og ríkisins. Staðan er alvarlegust í alifugla- og svínarækt þar sem engin heilbrigðiskoðun getur átt sér stað á meðan verkfall dýralækna hjá Matvælastofnun stendur yfir.

27.apríl 2015

Undanþágur veittar en mikilvægt að leysa kjaradeilu ríkis og BHM

Bændasamtök Íslands fagna því að undanþágunefnd BHM hafi síðastliðinn föstudag samþykkt að veita undanþágur frá verkfalli dýralækna, svo að alifuglaslátrun gæti farið fram. Samtökin líta svo á að með því hafi verið brugðist við þeim alvarlega dýravelferðarvanda sem kominn var upp í alifuglaræktinni, þar sem slátrun verður að fara fram jafnt og þétt.

21.apríl 2015

Skuldajöfnun af beingreiðslum gæti fallið niður um næstu mánaðamót

Vegna verkfalls BHM félaga í Fjársýslu ríkisins gæti komið til þess að skuldajöfnun vegna opinberra gjalda af beingreiðslum bænda falli niður um þessi mánaðarmót. Samkvæmt upplýsingum Búnaðarstofu þá munu beingreiðslur hins vegar verða greiddar um næstu mánaðarmót.

17.apríl 2015

Ráðstefna um tjón af völdum álfta og gæsa - upptökur

Ráðstefna um tjón af völdum álfta og gæsa í ræktunarlandi bænda var haldin föstudaginn 10. apríl í fundarsal Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti á Rangárvöllum.

16.apríl 2015

Auglýsingasala og vefumsjón

Bændasamtök Íslands óska eftir að ráða starfsmann í fullt starf hjá Bændablaðinu. Gerð er krafa um reynslu af markaðs- og sölumálum. Þekking og færni á umbrotsforritið Indesign og myndvinnsluforritið Photoshop er kostur. Bændablaðið kemur að jafnaði út á tveggja vikna fresti og er gefið út af Bændasamtökum Íslands.