Fréttir og tilkynningar

29.júní 2015

Málstofa með Piero Sardo frá Slow Food

Piero Sardo, framkvæmdastjóri stofnunar líffræðilegs fjölbreytileika hjá Slow Food kemur til landsins dagana 7. – 11. júlí. Af því tilefni efna Bændasamtökin til málstofu undir yfirskriftinni "Að varðveita líffræðilega fjölbreytni" fimmtudagsmorguninn 9. júlí frá klukkan 9-11 í Esju II á Hótel Sögu.

22.júní 2015

Tveir kynningarfundir um fjarvis.is á Vestfjörðum

Þriðjudaginn 30. júní verða haldnir kynningarfundir um skýrsluhaldskerfið í sauðfjárrækt, fjarvis.is. Á fundunum verða kynntar þær breytingar og endurbætur sem urðu á kerfinu við uppfærslu í lok mars.

18.júní 2015

Skrifstofur BÍ lokaðar eftir hádegi í dag

Bændasamtök Íslands munu verða við þeim tilmælum ríkisstjórnar Íslands að gefa frí eftir hádegi föstudaginn 19. júní, í tilefni 100 ára afmælis kosningarréttar kvenna. Skrifstofur Bændasamtaka Íslands verða því lokaðar af þeim sökum eftir hádegi.

11.júní 2015

Fundur fólksins

Þriggja daga lífleg hátíð með yfirskriftinni Fundur fólksins stóð yfir í Norræna húsinu frá fimmtudeginum 11. júní til laugardagsins 13. júní. Fólk kom saman úr ólíkum áttum til að ræða málefnin og kynntu fulltrúar frá Bændasamtökunum og búgreinafélögum starfsemi sína fyrir gestum og gangandi. Fundur fólksins er fyrsta hátíð sinnar tegundar á Íslandi en sambærilegar hátíðir eru orðnar ómissandi hl...

10.júní 2015

Umsögn Bændasamtaka Íslands og Landssambands kúabænda um skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur skilað til landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra skýrslunni „Mjólkurframleiðsla á Íslandi - Staða og horfur”. Í skýrslunni er reynt að greina uppbyggingu mjólkurframleiðslu hér á landi og þróun hennar á síðustu árum. Bændasamtök Íslands (BÍ) og Landssamband kúabænda (LK) hafa tekið saman umsögn um skýrsluna sem finna má hér að neðan í fylgiskjölum (...

02.júní 2015

Þrengir að gripum í fjósum bænda

Stjórn Félags kúabænda á Suðurlandi hefur sent frá sér yfirlýsingu og vekur athygli á ófremdarástandi vegna verkfalls dýralækna hjá MAST. Það hefur nú staðið síðan 20. apríl. Skorað er á deiluaðila að sinna samningsvinnu með lausn í huga nú þegar.

01.júní 2015

Undanþágur eina úrræðið þrátt fyrir neyðarástand

Bændasamtökunum barst svar þann 21. maí við bréfi sem sent var til ráðherra þann 18. maí þar sem óskað var eftir að ráðherra tryggi að dýralæknar verði við störf hjá Matvælastofnun í því skyni að bændum verði tryggð eðlileg starfsskilyrði og að velferð dýra þeirra verði virt, eða að ríkið taki yfir þær skyldur sem kveðið er á um í lögum um velferð dýra og lagðar eru á bændur.

19.maí 2015

Óskað eftir viðbrögðum ráðherra vegna ástands í verkföllum dýralækna

Formenn Bændasamtakanna,Svínaræktarfélags Íslands og Félags kjúklingabænda hafa sent Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eftirfarandi bréf vegna þess neyðarástands sem skapast hefur hjá alifugla- og svínabændum vegna verkfalls dýralækna innan BHM:

19.maí 2015

Búið er að ganga frá árgjaldi fyrir Fjárvís 2015

Í maí 2014 hófu Bændasamtök Íslands útsendingu rafrænna reikninga. Ef bændur óska eftir, þá er hægt að fá prentaða reikninga senda heim með póstinum. Sú breyting verður nú, að gjald verður lagt á þessa þjónustu til að standa undir kostnaði sem henni fylgir. Umsýslugjaldið verður kr. 500 sem bætist við upphæð reiknings. Þeir sem vilja spara sér þennan kostnað framvegis geta haft samband við Bænd...

19.maí 2015

Landnámshænan komin á veggspjald

Bændasamtökin hafa um árabil gefið út litaveggspjöld af íslensku búfé. Í fyrrahaust kom út nýtt spjald með geitinni og nú er landnámshænan komin á prent. Alls eru myndirnar 26 talsins með hönum, hænum og ungum við ýmsar aðstæður. Á myndunum má sjá fjölbreytta liti, aldur, kambgerðir og fleira. Ljósmyndir tóku þau Jón Eiríksson, Brynhildur Inga Einarsdóttir, Jóhanna G. Harðardóttir og Áskell Þó...