Fréttir og tilkynningar

01.febrúar 2016

Yfirlýsing frá samninganefnd bænda vegna stöðu viðræðna um búvörusamninga

Viðræður á milli fulltrúa bænda og stjórnvalda vegna nýrra búvörusamninga hafa staðið yfir um nokkurra mánaða skeið. Samningagerð er nú langt komin en henni er þó ekki lokið. Samninganefndin mun á næstu dögum leggja allt kapp á að klára samningana svo hægt sé hefja kynningu á þeim í heild meðal bænda.

01.febrúar 2016

EFTA-dómstóllinn dæmir innflutningsbann á hráu kjöti óheimilt

Íslensk stjórnvöld töpuðu málarekstri sínum fyrir EFTA-dómstólnum vegna banns á innflutningi á fersku, ófrosnu kjöti hingað til lands. Niðurstaða dómstólsins er að að innflutningsbann á hráu, ófrosnu kjöti, samræmist ekki EES-samningnum ...

27.janúar 2016

Skýrsla um matvöruverð: Tímabært að fyrirtæki í verslunarrekstri leggi sitt af mörkum

Bændasamtökin hafa gefið út skýrslu sem fjallar um þá þætti sem hafa áhrif á matvöruverð á Íslandi og í Evrópu. Að mati samtakanna hefur lækkun gjalda, hagstæð þróun á gengi íslensku krónunnar og lægra innkaupaverð ekki skilað sér með eðlilegum hætti með lægra verði til neytenda, heldur hefur ágóðinn að mestu runnið til fyrirtækja í verslunarrekstri.

13.janúar 2016

Árleg uppfærsla á dkBúbót vegna launamiða

Nú hefur verið send út hin árlega uppfærsla á dkBúbót. Þessi útgáfa gerir notendum kleift að senda inn launamiða vegna ársins 2015.

06.janúar 2016

Héraðsdómur dæmir vegna álagningar búnaðargjalds

Þann 6. janúar var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Stjörnugríss hf. gegn ríkinu vegna álagningar búnaðargjalds. Í málinu var því haldið fram af hálfu Stjörnugríss að búnaðargjald væri félagsgjald sem innheimt væri ...

30.desember 2015

Skrifstofa búnaðarmála tekur til starfa eftir áramót

Um áramótin færast stjórnsýsluverkefni, sem Búnaðarstofa sinnti á þessu ári og Bændasamtökin áður fyrr, til Matvælastofnunar. Þetta var ákveðið á Alþingi fyrr á árinu við breytingar á búvörulögum. Bændur eiga að finna sem minnst fyrir þessari breytingu enda hefur kapp verið lagt á að greiðslur til bænda geti gengið fyrir sig með eðlilegum hætti á nýju ári.

16.desember 2015

Opnunartími hjá BÍ um jól og áramót

Skrifstofur Bændasamtakanna verða lokaðar eftir hádegi á Þorláksmessu, miðvikudaginn 23. desember. Lokað er á gamlársdag, fimmtudaginn 31. desember.

10.desember 2015

Tölvukerfi Bændastamtaka Íslands liggja niðri

Tölvukerfi Bændasamtaka Íslands; Bændatorg, Huppa, Afurð og Fjárvís, liggja niðri eins og stendur. Unnið er að viðgerð.

26.nóvember 2015

Hvað segja bændur? - Fyrirlestur um landbúnaðarmál

Erna Bjarnadóttir hagfræðingur BÍ heldur fyrirlestur um landbúnaðarmál á vegum Hagfræðideildar Háskóla Íslands föstudaginn 27. nóv. Þar mun hún meðal annars fjalla um viðskipti með búvörur, gildi tollverndar og rekstrarumhverfi íslensks landbúnaðar.

13.nóvember 2015

Bændur boða til funda um búvörusamninga

Þessa dagana sitja fulltrúar bænda og stjórnvalda á fundum vegna nýrra búvörusamninga. Formlega hófust viðræður 1. september sl. en síðan þá hafa samningamenn fundað stíft. Viðræður þokast í rétta átt en mörg útfærsluatriði eru enn í vinnslu. Bændasamtökin hafa af því tilefni boðað til ...