Fréttir og tilkynningar

11.mars 2016

Leiðbeiningar vegna atkvæðagreiðslu um búvörusamninga

Atkvæðagreiðsla fer nú fram á meðal bænda um samninga um starfsskilyrði nautgripa- og sauðfjárræktarinnar. Bændur eru hvattir til að kjósa rafrænt í gegnum Bændatorgið.

03.mars 2016

Bændafundir um búvörusamninga

Nýju búvörusamningarnir verða kynntir meðal bænda í fundaferð sem hefst mánudaginn 7. mars og lýkur föstudaginn 11. mars. Þar gefst bændum kostur á að ræða niðurstöður samningana við forystumenn bænda.

01.mars 2016

Ný stjórn og Sindri Sigurgeirsson endurkjörinn formaður BÍ

Sindri Sigurgeirsson var endurkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands til tveggja ára á Búnaðarþingi í dag. Þá var einnig kosið í stjórn og varastjórn samtakanna.

28.febrúar 2016

Búnaðarþing sett í Hörpu

Búnaðarþing 2016 var sett í dag í Hörpu við hátíðlega athöfn. Af því tilefni var landbúnaðar- og matarhátíð slegið upp þar sem gestum gafst kostur á að kynna sér úrval íslenskra búvara hjá nokkrum úrvinnslufyrirtækjum bænda, skoða búvélar og virða fyrir sér mannlífið í Hörpu.

26.febrúar 2016

Starfsáætlun Búnaðarþings og málaskrá

Setning Búnaðarþings 2016 verður í salnum Silfurbergi í Hörpu næstkomandi sunnudag klukkan 12:30. Dagskrá og málaskrá þingsins má finna á sérstakri upplýsingasíðu hér á vefnum.

23.febrúar 2016

Reiknivél fyrir bændur vegna nýrra búvörusamninga

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur útbúið reiknivél fyrir bændur í töflureikninum Excel þar sem hægt er að skoða áhrif nýrra búvörusamninga á tekjur búa.

19.febrúar 2016

Samkomulag um nýja búvörusamninga

Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs hafa skrifað undir nýja búvörusamninga. Um er að ræða rammasamning um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins og samninga um starfskilyrði garðyrkju, nautgriparæktar og sauðfjárræktar á árunum 2017 til 2026.

12.febrúar 2016

Kosningar um búvörusamninga og kjörskrár á Bændatorgi

Nú standa yfir viðræður á milli fulltrúa ríkis og bænda um nýja búvörusamninga. Á næstu vikum er stefnt að undirskrift þeirra en í kjölfarið verður atkvæðagreiðsla á meðal bænda. Atkvæðagreiðslan verður rafræn en póstkosning í boði fyrir þá sem óska. Áður en til kosninga kemur er mikilvægt að bændur gangi úr skugga um að þeir séu á kjörskrá.

10.febrúar 2016

Námskeið í dkBúbót í febrúar 2016

Haldin verða námskeið í notkun bókhaldsforritsins dkBúbót í húsnæði búnaðarsambandanna á hverjum stað ef næg þátttaka fæst:

10.febrúar 2016

Námskeið í dkBúbót í febrúar 2016

Haldin verða námskeið í notkun bókhaldsforritsins dkBúbót í húsnæði búnaðarsambandanna á hverjum stað ef næg þátttaka fæst: