Fréttir og tilkynningar

13.janúar 2016

Árleg uppfærsla á dkBúbót vegna launamiða

Nú hefur verið send út hin árlega uppfærsla á dkBúbót. Þessi útgáfa gerir notendum kleift að senda inn launamiða vegna ársins 2015.

06.janúar 2016

Héraðsdómur dæmir vegna álagningar búnaðargjalds

Þann 6. janúar var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Stjörnugríss hf. gegn ríkinu vegna álagningar búnaðargjalds. Í málinu var því haldið fram af hálfu Stjörnugríss að búnaðargjald væri félagsgjald sem innheimt væri ...

30.desember 2015

Skrifstofa búnaðarmála tekur til starfa eftir áramót

Um áramótin færast stjórnsýsluverkefni, sem Búnaðarstofa sinnti á þessu ári og Bændasamtökin áður fyrr, til Matvælastofnunar. Þetta var ákveðið á Alþingi fyrr á árinu við breytingar á búvörulögum. Bændur eiga að finna sem minnst fyrir þessari breytingu enda hefur kapp verið lagt á að greiðslur til bænda geti gengið fyrir sig með eðlilegum hætti á nýju ári.

16.desember 2015

Opnunartími hjá BÍ um jól og áramót

Skrifstofur Bændasamtakanna verða lokaðar eftir hádegi á Þorláksmessu, miðvikudaginn 23. desember. Lokað er á gamlársdag, fimmtudaginn 31. desember.

10.desember 2015

Tölvukerfi Bændastamtaka Íslands liggja niðri

Tölvukerfi Bændasamtaka Íslands; Bændatorg, Huppa, Afurð og Fjárvís, liggja niðri eins og stendur. Unnið er að viðgerð.

26.nóvember 2015

Hvað segja bændur? - Fyrirlestur um landbúnaðarmál

Erna Bjarnadóttir hagfræðingur BÍ heldur fyrirlestur um landbúnaðarmál á vegum Hagfræðideildar Háskóla Íslands föstudaginn 27. nóv. Þar mun hún meðal annars fjalla um viðskipti með búvörur, gildi tollverndar og rekstrarumhverfi íslensks landbúnaðar.

13.nóvember 2015

Bændur boða til funda um búvörusamninga

Þessa dagana sitja fulltrúar bænda og stjórnvalda á fundum vegna nýrra búvörusamninga. Formlega hófust viðræður 1. september sl. en síðan þá hafa samningamenn fundað stíft. Viðræður þokast í rétta átt en mörg útfærsluatriði eru enn í vinnslu. Bændasamtökin hafa af því tilefni boðað til ...

27.október 2015

Tölvukerfi Bændasamtaka Íslands lágu niðri

Í morgun varð bilun á miðlara hjá Þekkingu sem orsakaði að öll tölvukerfi Bændasamtakanna lágu um tíma niðri. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum bilunin hafði í för með sér.

21.október 2015

Skrifstofa Bændasamtaka Íslands verður lokuð eftir klukkan 12 á föstudaginn

Skrifstofur Bændasamtaka Íslands verður lokuð eftir klukkan 12 á föstudaginn næstkomandi og það sem eftir lifir dags, vegna árshátíðar starfsmanna samtakanna.

20.október 2015

Norrænir bændur álykta um sýklalyfjaónæmi

Norrænir bændur sendu eftirfarandi ályktun til ráðherra heilbrigðismála, matvæla- og landbúnaðarmála á Norðurlöndunum og til Norðurlandaráðsins í síðustu viku: Við fögnum sameiginlegri yfirlýsingu ráðherra heilbrigðismála, matvæla- og landbúnaðarmála um sýklalyfjaónæmi frá aðildarríkjum Norrænu ráðherranefndarinnar.