Fréttir og tilkynningar

27.október 2015

Tölvukerfi Bændasamtaka Íslands lágu niðri

Í morgun varð bilun á miðlara hjá Þekkingu sem orsakaði að öll tölvukerfi Bændasamtakanna lágu um tíma niðri. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum bilunin hafði í för með sér.

21.október 2015

Skrifstofa Bændasamtaka Íslands verður lokuð eftir klukkan 12 á föstudaginn

Skrifstofur Bændasamtaka Íslands verður lokuð eftir klukkan 12 á föstudaginn næstkomandi og það sem eftir lifir dags, vegna árshátíðar starfsmanna samtakanna.

20.október 2015

Norrænir bændur álykta um sýklalyfjaónæmi

Norrænir bændur sendu eftirfarandi ályktun til ráðherra heilbrigðismála, matvæla- og landbúnaðarmála á Norðurlöndunum og til Norðurlandaráðsins í síðustu viku: Við fögnum sameiginlegri yfirlýsingu ráðherra heilbrigðismála, matvæla- og landbúnaðarmála um sýklalyfjaónæmi frá aðildarríkjum Norrænu ráðherranefndarinnar.

02.október 2015

Stjórn BÍ ályktar um tollasamning Íslands og ESB

Á stjórnarfundi Bændasamtaka Íslands fimmtudaginn 1. október var ályktað um tollasamning Íslands og ESB. Ályktunin er svo hljóðandi: Stjórn Bændasamtaka Íslands átelur samráðsleysi stjórnvalda á lokastigum samningaviðræðna við Evrópusambandið um gagnkvæma niðurfellingu tolla.

30.september 2015

Slæm meðferð á dýrum er óásættanleg

Undanfarna daga hafa fjölmiðlar fjallað um velferð dýra. Meðal annars var vitnað í ársskýrslu Matvælastofnunar frá 2014 þar sem upplýst er um tilvik sem stofnunin hefur gert athugasemdir við það ár. Bændasamtök Íslands fordæma illa meðferð á dýrum enda hafa samtökin ávallt lagt áherslu á að íslenskur landbúnaður sé til fyrirmyndar.

22.september 2015

Lagfæring á dkBúbót

Með uppfærslu á bókhaldsforritinu í sumar var lagfærð innsending í rekstrargrunn. Mikilvægt er að notendur sendi inn rekstrargögn fyrir 2014 og fyrri ár sem allra fyrst.

18.september 2015

Samningar við ESB um tolla og aukinn markaðsaðgang búvara

Nýir samningar á milli Íslands og Evrópusambandsins um tolla og verslun með búvörur hafa umtalsverð áhrif á íslenskan landbúnað. Sumt er jákvætt en annað neikvætt að mati Sindra Sigurgeirssonar, formanns Bændasamtakanna. Samkeppnisstaða bænda mun í sumum tilvikum versna og breytingarnar koma hvað harðast niður á svína- og kjúklingabændum.

09.september 2015

Ótvíræð áhætta fylgir innflutningi lifandi dýra

Á meðan á aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu stóð, var Dr. Preben Willeberg frv. yfirdýralæknir í Danmörku og prófessor við Kaupmannahafnarháskóla beðinn um að semja áhætttumat fyrir íslensk stjórnvöld vegna innflutnings lifandi dýra í frjálsu flæði samkvæmt reglum ESB.

27.ágúst 2015

Fjárréttir og stóðréttir haustið 2015

Yfirlit um fjár- og stóðréttir liggur nú fyrir. Listinn er unninn með þeim hætti að leitað er til sveitarfélaga um upplýsingar. Ferðamálafulltrúar komu til aðstoðar á sumum stöðum og víða hafa bændur og ráðunautar lagt hönd á plóginn. Á listanum er að finna upplýsingar um réttardaga og sumum tilvikum tímasetningar.

13.ágúst 2015

Endurbætur í Bændahöllinni og breytingar á rekstrarfyrirkomulagi Hótel Sögu

Á fundi í Bændahöllinni með starfsmönnum Bændasamtaka Íslands og Hótel Sögu sem haldinn var þriðjudaginn 12. ágúst voru kynnt áform um breytingar á rekstri og nýtingu Bændahallarinnar og viðhald og endurbætur á fasteigninni. Fyrirhugað er að skipta félaginu Hótel Sögu ehf. upp í fasteignafélag og rekstrarfélag. Ingibjörg Ólafsdóttir verður áfram hótelstjóri Hótel Sögu og framkvæmdastjóri rekstrarf...