Fréttir og tilkynningar

01.mars 2016

Ný stjórn og Sindri Sigurgeirsson endurkjörinn formaður BÍ

Sindri Sigurgeirsson var endurkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands til tveggja ára á Búnaðarþingi í dag. Þá var einnig kosið í stjórn og varastjórn samtakanna.

28.febrúar 2016

Búnaðarþing sett í Hörpu

Búnaðarþing 2016 var sett í dag í Hörpu við hátíðlega athöfn. Af því tilefni var landbúnaðar- og matarhátíð slegið upp þar sem gestum gafst kostur á að kynna sér úrval íslenskra búvara hjá nokkrum úrvinnslufyrirtækjum bænda, skoða búvélar og virða fyrir sér mannlífið í Hörpu.

26.febrúar 2016

Starfsáætlun Búnaðarþings og málaskrá

Setning Búnaðarþings 2016 verður í salnum Silfurbergi í Hörpu næstkomandi sunnudag klukkan 12:30. Dagskrá og málaskrá þingsins má finna á sérstakri upplýsingasíðu hér á vefnum.

23.febrúar 2016

Reiknivél fyrir bændur vegna nýrra búvörusamninga

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur útbúið reiknivél fyrir bændur í töflureikninum Excel þar sem hægt er að skoða áhrif nýrra búvörusamninga á tekjur búa.

19.febrúar 2016

Samkomulag um nýja búvörusamninga

Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs hafa skrifað undir nýja búvörusamninga. Um er að ræða rammasamning um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins og samninga um starfskilyrði garðyrkju, nautgriparæktar og sauðfjárræktar á árunum 2017 til 2026.

12.febrúar 2016

Kosningar um búvörusamninga og kjörskrár á Bændatorgi

Nú standa yfir viðræður á milli fulltrúa ríkis og bænda um nýja búvörusamninga. Á næstu vikum er stefnt að undirskrift þeirra en í kjölfarið verður atkvæðagreiðsla á meðal bænda. Atkvæðagreiðslan verður rafræn en póstkosning í boði fyrir þá sem óska. Áður en til kosninga kemur er mikilvægt að bændur gangi úr skugga um að þeir séu á kjörskrá.

10.febrúar 2016

Námskeið í dkBúbót í febrúar 2016

Haldin verða námskeið í notkun bókhaldsforritsins dkBúbót í húsnæði búnaðarsambandanna á hverjum stað ef næg þátttaka fæst:

10.febrúar 2016

Námskeið í dkBúbót í febrúar 2016

Haldin verða námskeið í notkun bókhaldsforritsins dkBúbót í húsnæði búnaðarsambandanna á hverjum stað ef næg þátttaka fæst:

01.febrúar 2016

Yfirlýsing frá samninganefnd bænda vegna stöðu viðræðna um búvörusamninga

Viðræður á milli fulltrúa bænda og stjórnvalda vegna nýrra búvörusamninga hafa staðið yfir um nokkurra mánaða skeið. Samningagerð er nú langt komin en henni er þó ekki lokið. Samninganefndin mun á næstu dögum leggja allt kapp á að klára samningana svo hægt sé hefja kynningu á þeim í heild meðal bænda.

01.febrúar 2016

EFTA-dómstóllinn dæmir innflutningsbann á hráu kjöti óheimilt

Íslensk stjórnvöld töpuðu málarekstri sínum fyrir EFTA-dómstólnum vegna banns á innflutningi á fersku, ófrosnu kjöti hingað til lands. Niðurstaða dómstólsins er að að innflutningsbann á hráu, ófrosnu kjöti, samræmist ekki EES-samningnum ...