Fréttir og tilkynningar

27.apríl 2016

Rekstrarskilyrði landbúnaðarins til umfjöllunar á fundi með fjármálafyrirtækjum

Bændasamtökin héldu nýlega kynningarfund um fjárfestingaþörf í landbúnaði og nýja búvörusamninga fyrir fulltrúa fjármálafyrirtækja, Byggðastofnunar og lífeyrissjóða.

15.apríl 2016

Um réttindi og skyldur starfsfólks í landbúnaði

Í ljósi umfjöllunar um réttindi og skyldur starfsfólks í landbúnaði er við hæfi að rifja upp ýmis atriði sem Bændasamtökin hafa lagt áherslu á varðandi málefni starfsfólks. Bændur er hvattir til að kynna sér vel þá kjarasamninga og reglur sem gilda hverju sinni og tryggja þannig að þessi mál séu í góðum farvegi.

29.mars 2016

Kúabændur og sauðfjárbændur samþykktu nýja búvörusamninga

Atkvæði hafa verið talin í atkvæðagreiðslu bænda um nýja samninga um starfsskilyrði nautgripa- og sauðfjárræktar. Bændur samþykktu báða samningana.

22.mars 2016

Ný orlofsíbúð fyrir bændur

Bændasamtök Íslands bjóða félagsmönnum sínum að nýta sér orlofsíbúð gegn vægu gjaldi. Íbúðin er í fjölbýlishúsi í Þorrasölum 13-15 í Kópavogi og rúmar auðveldlega fjóra gesti. Í henni eru tvö svefnherbergi, rúmgóð stofa sem er sambyggð eldhúsi, bað- og þvottaherbergi og stórar svalir. Í Þorrasölum eru ný húsgögn og heimilistæki. Stutt er í alla þjónustu, m.a. sundlaug og fjölbreyttar verslanir.

21.mars 2016

Atkvæðagreiðslu um búvörusamninga lýkur á miðnætti á þriðjudag

Nú styttist í að atkvæðagreiðslu ljúki á meðal kúa- og sauðfjárbænda um nýja búvörusamninga. Frestur til að greiða atkvæði á netinu rennur út á miðnætti þriðjudagskvöldið 22. mars.

18.mars 2016

Nýr kjarasamningur milli BÍ og SGS

Fulltrúar Bændasamtakanna og Starfsgreinasambands Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning sem kveður á um kaup og kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf.

14.mars 2016

Atkvæðagreiðsla um búvörusamninga framlengd

Komið hefur í ljós að pappírskjörseðlar vegna atkvæðagreiðslu um búvörusamninga voru ekki prentaðir og póstlagðir í samræmi við pöntun til prentsmiðju.

11.mars 2016

Leiðbeiningar vegna atkvæðagreiðslu um búvörusamninga

Atkvæðagreiðsla fer nú fram á meðal bænda um samninga um starfsskilyrði nautgripa- og sauðfjárræktarinnar. Bændur eru hvattir til að kjósa rafrænt í gegnum Bændatorgið.

03.mars 2016

Bændafundir um búvörusamninga

Nýju búvörusamningarnir verða kynntir meðal bænda í fundaferð sem hefst mánudaginn 7. mars og lýkur föstudaginn 11. mars. Þar gefst bændum kostur á að ræða niðurstöður samningana við forystumenn bænda.

01.mars 2016

Ný stjórn og Sindri Sigurgeirsson endurkjörinn formaður BÍ

Sindri Sigurgeirsson var endurkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands til tveggja ára á Búnaðarþingi í dag. Þá var einnig kosið í stjórn og varastjórn samtakanna.