Fréttir og tilkynningar

03.júní 2016

Breytingar á reglum Starfsmenntasjóðs BÍ

Á fundi stjórnar Bændasamtakanna þann 2. júní var gerð breyting á reglum starfsmenntasjóðs samtakanna varðandi rétt til styrkja úr honum. Breytingin felst í því að hnykkt var á því ...

03.júní 2016

Forritari óskast til starfa hjá BÍ

Upplýsingatæknisvið Bændasamtaka Íslands óskar eftir að ráða forritara til starfa í Reykjavík. Tilvonandi starfsmaður mun vinna við þróun vefforrita fyrir landbúnað. Æskileg þekking og reynsla: • Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærileg menntun • Python, Django og Linux • Oracle gagnagrunnur • Java ...

31.maí 2016

Tíu spurningar og svör um búvörusamninga

Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, ritaði grein sem inniheldur 10 spurningar og svör um nýja búvörusamninga. Eftirfarandi texti er birtur í vefritinu Kjarnanum:

03.maí 2016

Ráðningar starfsfólks og sjálfboðaliðastörf til sveita

Umræða um réttindi og aðbúnað starfsfólks, launamál og ráðningarsamninga hefur verið mikil undanfarið. Bændasamtök Íslands og Starfsgreinasamband Íslands ætla í sameiningu að vinna að betra aðgengi á upplýsingum um réttindi og skyldur starfsmanna og launagreiðenda á heimasíðum beggja sambandanna.

27.apríl 2016

Rekstrarskilyrði landbúnaðarins til umfjöllunar á fundi með fjármálafyrirtækjum

Bændasamtökin héldu nýlega kynningarfund um fjárfestingaþörf í landbúnaði og nýja búvörusamninga fyrir fulltrúa fjármálafyrirtækja, Byggðastofnunar og lífeyrissjóða.

15.apríl 2016

Um réttindi og skyldur starfsfólks í landbúnaði

Í ljósi umfjöllunar um réttindi og skyldur starfsfólks í landbúnaði er við hæfi að rifja upp ýmis atriði sem Bændasamtökin hafa lagt áherslu á varðandi málefni starfsfólks. Bændur er hvattir til að kynna sér vel þá kjarasamninga og reglur sem gilda hverju sinni og tryggja þannig að þessi mál séu í góðum farvegi.

29.mars 2016

Kúabændur og sauðfjárbændur samþykktu nýja búvörusamninga

Atkvæði hafa verið talin í atkvæðagreiðslu bænda um nýja samninga um starfsskilyrði nautgripa- og sauðfjárræktar. Bændur samþykktu báða samningana.

22.mars 2016

Ný orlofsíbúð fyrir bændur

Bændasamtök Íslands bjóða félagsmönnum sínum að nýta sér orlofsíbúð gegn vægu gjaldi. Íbúðin er í fjölbýlishúsi í Þorrasölum 13-15 í Kópavogi og rúmar auðveldlega fjóra gesti. Í henni eru tvö svefnherbergi, rúmgóð stofa sem er sambyggð eldhúsi, bað- og þvottaherbergi og stórar svalir. Í Þorrasölum eru ný húsgögn og heimilistæki. Stutt er í alla þjónustu, m.a. sundlaug og fjölbreyttar verslanir.

21.mars 2016

Atkvæðagreiðslu um búvörusamninga lýkur á miðnætti á þriðjudag

Nú styttist í að atkvæðagreiðslu ljúki á meðal kúa- og sauðfjárbænda um nýja búvörusamninga. Frestur til að greiða atkvæði á netinu rennur út á miðnætti þriðjudagskvöldið 22. mars.

18.mars 2016

Nýr kjarasamningur milli BÍ og SGS

Fulltrúar Bændasamtakanna og Starfsgreinasambands Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning sem kveður á um kaup og kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf.