31. ágúst 2018

Yfirlýsing frá samninganefnd bænda og ríkisins um endurskoðun sauðfjársamnings

Samninganefnd um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar hefur sent frá sér eftirfarandi sameiginlega yfirlýsingu:
 
Viðræður ríkis og bænda um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar hófust 20. ágúst sl. Til grundvallar í þeim viðræðum var yfirlýsing frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Bændasamtökum Íslands frá 27. júlí sl.
 
Samninganefndir ríkis og bænda telja mikilvægt að upplýsa um það að samningum um aðgerðir er varða sláturtíðina í haust verður ekki lokið fyrir 1. september eins og krafa bænda hefur staðið til. 
 
Viðræðum verður haldið áfram um almenna endurskoðun sauðfjársamnings sbr. áðurnefnda yfirlýsingu frá 27. júlí sl. og aðilar eru sammála um að hraða þeirri vinnu eins og kostur er.
 
Undir yfirlýsinguna skrifa þau Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrir hönd samninganefndar ríkisins, og Sindri Sigurgeirsson fyrir hönd Bændasamtaka Íslands.