04. febrúar 2015

Yfirlit (afurðamiði) vegna skattframtals 2015 komið inn á Bændatorgið

Búnaðarstofa hefur nú sett yfirlit (afurðamiði) vegna skattframtals 2015 inn á Bændatorgið. Það má finna undir Rafræn skjöl, Skattyfirlit. Rétt að vekja athygli á því að þessi yfirlit verða að þessu sinni ekki send í venjulegum pósti.

Allir bændur eiga að hafa aðgang að Bændatorginu, en þeir sem ekki eru þegar komnir með aðgang skal bent á að sækja um aðgang á www.bondi.is (Nýr notandi - efst í hægra horni má sjá Bændatorgið).