30. apríl 2018

Vilt þú standa með bændum?

Aðild að Bændasamtökunum býðst fleirum en starfandi bændum.

Í samþykktum BÍ er kveðið á um aukaaðild fyrir einstaklinga sem eru ekki starfandi bændur en styðja við markmið samtakanna. Aukaaðildin er tilvalin fyrir allt áhugafólk um landbúnað og fyrir þá sem eru hættir búskap en langar til að halda tengslum við samtökin. Bændasamtökin bjóða áhugasama velkomna í hópinn.

Þinn ávinningur:

• Sérkjör á gistingu á Hótel Sögu

• Aðgengi að orlofsíbúð Bændasamtakanna í Kópavogi

• Réttur til að sækja um dvöl í orlofshúsum á Hólum í Hjaltadal

• Boð á ýmsa viðburði á vegum BÍ

• Tímarit Bændablaðsins sent einu sinni á ári

Árgjald fyrir aukaaðild er kr. 13.000 á einstakling.

Fulltrúar í þjónustuveri BÍ svara fyrirspurnum í síma 563-0300 og netfangið bondi@bondi.is.
Nánari upplýsingar um aðild og fjölbreytta starfsemi Bændasamtakanna er að finna hér á vefnum bondi.is þar sem jafnframt er hægt að skrá sig í samtökin.