05. desember 2019

Víðtæk andstaða við tollafrumvarp

Bændasamtökin, Samtök iðnaðarins, búgreinafélög, Neytendasamtökin, Sölufélag garðyrkjumanna og Félag atvinnurekenda hafa sent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og atvinnuveganefnd Alþingis eftirfarandi yfirlýsingu vegna frumvarps um breytingar á búvörulögum og tollalögum: 

"Undirritaðir aðilar eru sammála um að það frumvarp sem nú liggur fyrir um breytingu á búvörulögum og tollalögum, 382. mál,  eigi ekki að samþykkja í núverandi mynd. Nauðsynlegt er að vinna málið áfram og finna því heppilegri farveg, m.a. til að bregðast við mögulegum frávikum sem alltaf kunna að koma upp í búvöruframleiðslu, sem háð er veðurfari og öðrum ytri aðstæðum. Undirritaðir aðilar vilja gjarnan koma að þeirri vinnu."

5. desember 2019

Bændasamtök Íslands

Félag atvinnurekenda

Félag eggjabænda

Félag kjúklingabænda

Félag svínabænda

Landssamband kúabænda

Landssamband sauðfjárbænda

Neytendasamtökin

Samband garðyrkjubænda

Samtök iðnaðarins

Sölufélag garðyrkjumanna

 

Frumvarpið og umsagnir hagsmunaaðila er hægt að sjá hér.