10. nóvember 2019

Veffundur um endurskoðaðan nautgripasamning - UPPTAKA

Kynningarfundur um nýendurskoðaðan nautgripasamning var haldinn á Facebook-síðu Bændasamtakanna mánudaginn 11. nóvember kl. 12.00. Það voru Bændasamtök Íslands og Landssamband kúabænda sem stóðu að kynningunni.
 
Á veffundinum gafst bændum kostur á að senda inn spurningar í gegnum Facebook og fá svör frá forystufólki í samninganefndinni.
 
Til þess að tengjast fundinum þurftu fundargestir að fara inn á Facebook-síðu Bændasamtakanna á meðan fundi stóð. Hér undir er upptaka af fundinum sem hefst þegar 4 mínútur eru liðnar.