06. september 2013

Umsóknarfrestur um framlög til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða framlengdur

Bændasamtök Íslands hafa ákveðið að framlengja umsóknarfrest um framlög til til jarðræktar og hreinsunar affallskurða, samkvæmt reglum nr. 707/2013 til 20. september næstkomandi. Undir þetta falla einnig umsóknir um styrki til endurræktunar vegna kals. Umsækjendur geta skráð umsóknir um jarðræktarstyrki rafrænt í gegnum Bændatorgið á www.bondi.is. Umsóknareyðublöð eru einnig hér á heimasíðu BÍ. Umsækjendur eru engu að síður hvattir til að sækja um sem fyrst.

Bændasamtök Íslands