12. mars 2015

Umsóknarfrestur styrkumsókna rennur út 15. mars

Bændur eru minntir á að umsóknarfrestur vegna styrkumsókna um nýliðun í sauðfjárrækt, uppsetningu á vatnsveitu og lýsingarbúnaðar í ylrækt rennur út næstkomandi sunnudag, 15. mars 2015.
 
Umsóknum skal skila í gegnum rafrænt umsóknarform á Bændatorginu undir Búnaðarstofu í valmynd. Ef umsækjendur eru í vandræðum með að fylla út umsóknarformið skal þeim bent á að hafa samband við Búnaðarstofu í síma 563-0300, en einnig er hægt að senda athugasemdir í gegnum Bændatorgið (sjá neðst til hægri - Senda athugasemd).

Ef umsóknarforritið í Bændatorginu vísar í gögn sem hindra að hægt sé að senda inn umsókn, en umsækjandi telur að hann engu að síður uppfylli öll skilyrði um styrkhæfni, þá er umsækjanda bent á að prenta út umsóknarformið, fylla það út skriflega með haldgóðum skýringum um frávik og senda til Búnaðarstofu (ef sent í pósti þá er heimilsfang: Bændasamtök Íslands, b/t Búnaðarstofu, Bændahöllinni v. Hagatorg, 107 Reykjavík, en einnig má senda með tölvupósti með skannaðri umsókn) áður en umsóknarfrestur rennur út. Ekki skal útilokað að upp geti komið villur í gögnum sem Búnaðarstofa styðst við. Allt slíkt verður tekið til skoðunar við yfirferð umsókna.

/Búnaðarstofa