22. júní 2015

Tveir kynningarfundir um fjarvis.is á Vestfjörðum

Þriðjudaginn 30. júní verða haldnir kynningarfundir um skýrsluhaldskerfið í sauðfjárrækt, fjarvis.is.

Á fundunum verða kynntar þær breytingar og endurbætur sem urðu á kerfinu við uppfærslu í lok mars.

Fundirnir verða sem hér segir:

Holti, Önundarfirði kl. 14:00
Birkimel, Barðaströnd kl. 20:00

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Bændasamtök Íslands.