27. nóvember 2018

Þjónustukönnun meðal félagsmanna BÍ

Vakin er athygli á því að nú er í gangi þjónustukönnun meðal félagsmanna Bændasamtakanna inni á Bændatorginu. Könnunin er á félagssíðunni sem er lokað svæði fyrir félagsmenn undir liðnum „Tenglar/rafrænar umsóknir".
 
Könnunin er stutt og ætti ekki að taka meira en 3-4 mínútur að svara henni. Hún verður opin til kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 29. nóvember. Athuga þarf sérstaklega að félagsmenn skrá sig með persónulegum aðgangi í gegnum Bændatorgið til að komast inn á félagssíðuna. Þar eru ýmsar upplýsingar, s.s. fundargerðir og styrkumsóknir sem ætlaðar eru félagsmönnum eingöngu. Bændur eru vinsamlegast beðnir að athuga hvort netföng þeirra séu rétt skráð á félagssíðunni.
 
Með þessu móti eru samtökin að meta vilja félagsmanna til þeirra þátta sem spurt er um að þessu sinni. Markmið könnunarinnar er að nota upplýsingarnar til að bæta þjónustu við félagsmenn.