30. september 2011

Sumarhús BÍ á Hólum til leigu í vetur

Eitt sumarhús Bændasamtaka Íslands að Hólum er laust til útleigu í lengri eða skemmri tíma í vetur. Búið er að endurnýja húsið sem er í mjög góðu ástandi. Áhugasamir geta haft samband við Halldóru Ólafsdóttur á skirfstofu BÍ í síma 563-0360 eða með því að senda henni netpóst á ho@bondi.is.