06. mars 2018

Stjórnar- og formannskjör hjá BÍ

Ný stjórn Bændasamtaka Íslands; Gunnar Eiríksson, Eiríkur Blöndal, Einar Ófeigur Björnsson, Guðrún Tryggvadóttir og Sindri Sigurgeirsson. Ný stjórn Bændasamtaka Íslands; Gunnar Eiríksson, Eiríkur Blöndal, Einar Ófeigur Björnsson, Guðrún Tryggvadóttir og Sindri Sigurgeirsson.

Sindri Sigurgeirsson var endurkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands í atkvæðagreiðslu á Búnaðarþingi í dag, 6. mars. Hann hlaut 39 atkvæði eða alls 81,2% greiddra atkvæða. Arnar Árnason fékk 3 atkvæði og Ingvi Stefánsson eitt atkvæði. Alls voru atkvæði 48 talsins. Fimm voru auð eða ógild.

Stjórnarkjör
Guðrún Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti, kemur ný inn í stjórn Bændasamtaka Íslands, en Guðný Helga Björnsdóttir, bóndi á Bessastöðum, gaf ekki kost á sér.

Þeir Eiríkur Blöndal Jaðri, Gunnar Eiríksson Túnsbergi og Einar Ófeigur Björnsson Lóni II gáfu allir kost á sér til áframhaldandi setu og voru endurkjörnir.

Eiríkur hlaut 40 atkvæði, Einar Ófeigur 39, Guðrún 38 og Gunnar 32.

Jóna Björg Hlöðversdóttir Björgum, nýkjörinn formaður Samtaka ungra bænda, lýsti yfir framboði en fékk 25 atkvæði. Aðrir búnaðarþingsfulltrúar fengu færri atkvæði.