01. júlí 2015

Stjórnsýsluverkefni Búnaðarstofu fara til MAST

Alþingi samþykkti í dag frumvarp til breytinga á búvörulögum þar sem meðal annars er fjallað um stjórnsýsluverkefnin sem Búnaðarstofa sinnir nú hjá Bændasamtökunum.

Frumvarpið var samþykkt mótatkvæðalaust sem þýðir að verkefnin flytjast til Matvælastofnunar. Útfærsla og nánari tímasetningar liggja ekki fyrir en samkvæmt samkomulagi sem BÍ, MAST og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið skrifuðu undir í desember í fyrra er stefnt að því að ljúka flutningnum í lok þessa árs.