21. maí 2019

Samkomulag um endurskoðun sauðfjársamnings staðfest með lögum

Samkomulag um endurskoðun sauðfjársamnings, sem undirritað var 11. janúar 2019, var staðfest með lögum frá Alþingi 15. maí síðastliðinn. Áður höfðu bændur samþykkt samkomulagið með atkvæðagreiðslu þann 4. mars. 

Ákvæði samkomulagsins taka  gildi 1. janúar 2020 með þeim undantekningum að ákvæði um aðlögunarsamninga skv. 1. tölulið 2. gr., ákvæði um innanlandsvog skv. 5. tölulið 2. gr. og ákvæði um viðskipti með greiðslumark skv. 3. tölulið 2. gr. taka gildi 1. september 2019.  Aðilaskipti greiðslumarks verða þó óheimil frá 1. júní 2019.

Eftir er að útfæra ýmis framkvæmdaatriði og verður það gert með reglugerð.  Ekki liggur fyrir hvenær hún verður gefin út.

Nánari upplýsingar um búvörusamninga og málefni þeim tengdum er að finna hér.