07. ágúst 2014

Rafrænir reikningar frá BÍ og yfirlit á Bændatorgi

Fyrr á árinu var ákveðið hjá Bændasamtökunum að senda einungis út reikninga fyrir seldar vörur og þjónustu í rafrænu formi. Um er að ræða reikninga fyrir forrit BÍ, auglýsingar í Bændablaðinu, hestavegabréf, ýmsar áskriftir og fleira. Þetta er áréttað nú þar sem bændur og fleiri viðskiptavinir samtakanna hafa spurst fyrir um nýja tilhögun.

Rafrænir reikningar verða aðgengilegir viðskiptavinum undir rafrænum skjölum í heimabönkum. Þeir sem óska eftir að fá senda reikninga útprentaða með gamla laginu þurfa að hafa samband við Bændasamtökin með tölvupósti á netfangið jl@bondi.is.

Jafnframt er minnt á að Bændasamtökin senda ekki lengur út mánaðarleg greiðsluyfirlit á pappír, t.d. vegna beingreiðslna. Þessi yfirlit eru hins vegar aðgengileg á Bændatorginu. Bændur eru hvattir til að skoða yfirlitin þar og hafa samband við BÍ ef þeir hafa athugasemdir. Á Bændatorginu er líka hægt að skrá tjón af völdum álfta og gæsa og fá ýmsar aðrar upplýsingar sem viðkoma búrekstrinum.

Innskráning á Bændatorgið er í hægra horninu uppi á bondi.is. Þegar smellt er á hann birtist innskráningargluggi inn á Bændatorgið. Með Bændatorginu þurfa bændur eingöngu að nota eitt lykilorð í stað þess að skrá sig inn í mörg kerfi eins og áður var. Lykilorð og notendanafn er það sama og á vefnum island.is. Nánari upplýsingar um Bændatorgið eru veittar í gegnum netfangið gss@bondi.is og oj@bondi.is