26. mars 2015

Rúningskeppnin Gullnu klippurnar á KEX Hostel á laugardaginn

Laugardaginn 28. mars kl. 14 verður haldin rúningskeppni í portinu á KEX Hostel við Skúlagötu í Reykjavík. Hér keppa vaskir þátttakendur um hinar einu sönnu gullklippur og einnig kemur dómari frá Skotlandi, Gavin Stevens, sem mun sýna fimi sína með handklippum.


Keppendur verða;

Julio Cesar
Foulty Bush
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir
Þórður Gíslason
Höskuldur Kolbeinsson
Hafliði Sævarsson