09. febrúar 2015

Ráðstefna um tímamót í dýravelferð

Þann 23. febrúar næstkomandi verður ráðstefnan Tímamót í dýravelferð haldin á Hvanneyri og er samstarfsverkefni Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Bændasamtakanna, MAST, Dýraverndurnarsambands Íslands, Landbúnaðarháskólans og Dýralæknafélags Íslands.


Ný lög um velferð dýra og nýútgefnar reglur um framkvæmd laganna marka tímamót í sögu dýravelferðar á Íslandi.  Markmið laganna „er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur. Enn fremur er það markmið laganna að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt.“ Á ráðstefnunni verður farið yfir kvaðir laganna, framkvæmd þeirra og þýðingu fyrir dýr og dýraeigendur.Dagskrá ráðstefnunnar er eftirfarandi:
 

9:00 – 9:10      Setningarávarp
9:10 – 9:35      Ný löggjöf um velferð dýra
9:35 – 9:50      Hvernig mælir maður dýravelferð?
9:50 – 10:10    Viðhorf dýrverndarsamtaka
10:10 – 10:25  Kaffi
10:25 – 10:55  Heimildir og þvingunarúrræði
10:55 – 11:10  Viðhorf dýraeigenda
11:10 – 12:15  Málstofur um nýjar reglur
12:15 – 13:00  Hádegisverður
13:00 – 13:20  Áhættumiðað eftirlit
13:20 – 13:35  Aðkoma dýralækna
13:35 – 13:55  Vernd dýra við aflífun
13:55 – 14:10  Viðhorf sláturleyfishafa
14:10 – 14:25  Staða og ábyrgð sveitarfélaga
14:25 – 14:55  Umræður
14:55 – 15:00  Ráðstefnuslit


Ráðstefnan er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Hádegisverður kostar 1.200 kr.
Skráning fer fram á netfanginu:  skraning@mast.is
Vinsamlega takið fram nafn, fyrirtæki/stofnun/samtök og netfang, ásamt þeirri málstofu sem þið viljið taka þátt í. Skráningarfrestur er til 19. febrúar nk.
Staðsetning: Ársalur í Ásgarði á Hvanneyri.

Farið verður yfir nýjar reglur um aðbúnað dýra á málstofum um:
1. alifugla
2. geit- og sauðfé
3. hross
4. loðdýr
5. nautgripi
6. svín