16. nóvember 2018

Orlofshús á Hólum seld

Bændasamtökin hafa selt orlofshús sín á Hólum í Hjaltadal. Um er að ræða tveggja íbúða raðhús. Síðustu ár hefur nýting íbúðanna verið dræm miðað við rekstrarkostnað og var ákveðið að auglýsa þær til sölu nú í haust. Húsin voru verðmetin af fasteignasala og sett á sölu á fasteignasölunni Mikluborg. Tvö tilboð bárust fasteignasölunni í bæði húsin sameiginlega. Endanlegt söluverð beggja húsanna var 16 milljónir króna.

Bændasamtökin eiga orlofsíbúð í Kópavogi sem mikil eftirspurn er eftir. Í þjónustukönnun, sem bráðlega verður lögð fyrir félagsmenn BÍ, verður spurt um áhuga á því að samtökin kaupi aðra orlofsíbúð. Í kjölfarið á henni verður tekin ákvörðun um hvort ráðist verði í kaup á öðru orlofshúsnæði.