09. apríl 2019

Nýtt og endurbætt félagatal BÍ

Þessa dagana er verið að taka notkun nýtt og endurbætt félagatal Bændasamtakanna. Það er tölvufyrirtækið Stefna á Akureyri sem vann að verkefninu í samvinnu við starfsfólk BÍ. Kerfið býður meðal annars uppá sjálfvirkni í reikningagerð og innheimtu ásamt fleiri nýjungum. Markmiðið er að auðvelda allt utanumhald og gera kerfið öruggara.

Félagsgjöld vegna ársins 2019 hafa á síðustu dögum verið send út til félagsmanna, nú í fyrsta skipti í gegnum nýja kerfið. Við yfirfærslu á kerfum má alltaf búast við að það geti komið upp einhver smávægileg vandamál. Félagsmenn eru vinsamlegast beðnir að hafa samband ef eitthvað er athugvert við útsendan reikning eða annað sem að þessu snýr í síma 563-0300 eða senda póst á bondi@bondi.is