20. ágúst 2019

Norrænir bændur funda um loftslagsmál í Reykjavík

Um 70 norrænir bændur og starfsmenn norrænna bændasamtaka koma til fundar í Bændahöllinni dagana 21. – 22. ágúst. Fulltrúar frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og Íslandi vinna saman í Samtökum norrænna bændasamtaka, NBC. Um er að ræða svokallaðan stækkaðan formannafund sem síðast var haldinn hér á landi árið 2009. Fundir sem þessir eru haldnir á tveggja ára fresti og þar er farið yfir þau mál sem hæst standa í landbúnaði hverju sinni. Aðalumfjöllunarefni fundarins í Reykjavík eru loftslagsmálin og þær áskoranir sem þeim fylgja.

NBC, Nordiska Bondeorganisationerns Centralråd, Samtök norrænna bænda voru stofnuð árið 1934 og byggja því á gömlum merg.