20. febrúar 2015

Nú er auðveldara að nálgast skattyfirlit á Bændatorginu

Búnaðarstofa hefur ákveðið að taka út skilyrði um ÍSLYKILL til þess að  notendur Bændatorgsins geti flétt upp rafrænum skjölum svo sem skattyfirliti (afurðamiða). Það tilkynnist hér með og tekur gildi frá og með þriðjudeginum 24. febrúar 2015. Þetta er gert vegna ítrekaðra ábendinga frá notendum sem þykir þetta fyrirkomulag óheppilegt. Þetta skilyrði var sett á sínum tíma til að tryggja öruggt aðgengi að fjárhagsupplýsingum.
 
Notendur eru beðnir að gera ráðstafanir með notendaaðgang og aðgangsorð ef þess er þörf, en eins og áður, er mikilvægt að tryggja öryggi aðgangsorða, til að tryggja að aðeins þeir sem eru skráðir fyrir aðgangi í Bændatorginu hafi aðgang að því (menn eiga ekki að lána öðrum aðgangsorð sín). Mælt er með því að breytt sé um lykilorð með reglubundum hætti og að lykilorð sé bæði með bókstöfum og tölustöfum.