15. janúar 2018

Lögfræðiþjónusta við bændur

PACTA lögmenn og Bændasamtök Íslands hafa gert samning um sérstök afsláttarkjör á almennri lögfræðiþjónustu við félagsmenn Bændasamtakanna. Samningurinn felur í sér að félagsmenn Bændasamtakanna geta leitað til PACTA um land allt með þjónustu vegna allra sinna mála. Ekki þarf að greiða fyrir fyrsta viðtal sem er gjaldfrjálst.

PACTA veitir einstaklingum, fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum alhliða lögfræðiþjónustu og ráðgjöf á 15 starfsstöðvum víða um land. Markmið PACTA er að veita viðskiptavinum um land allt gæða lögmannsþjónustu og ráðgjöf, byggða á þekkingu, trausti og áreiðanleika sem skilar sér í faglegum og heiðarlegum vinnubrögðum. Viðskiptavinir PACTA hafa ætíð góðan aðgang að öllum lögmönnum stofunnar, óháð því hvar á landinu þeir eru.

Þeir sem vilja nýta sér samkomulagið geta haft samband við Hallgrím Jónsson lögfræðing í síma 440-7900 / 789-2160 eða á netafangið hallgrimur@pacta.is. Veffang PACTA er www.pacta.is