21. janúar 2014

Launamiðauppfærsla á dkBúbót

Út er komin uppfærsla á dkBúbót. Þessi uppfærsla á dkBúbót hefur það meginmarkmið að gera notendum kleift að senda inn launamiða fyrir árið 2013.

Samkvæmt vef RSK er skilafrestur launa og hlutafjármiða á pappír til 30. jan. 2014. og skilafrestur á tölvutæku formi er til 10. feb. 2014. Fylgist nánar með á: skattadagatal RSK

Við viljum hvetja bændur til að senda okkur ef hafa orðið breytingar hjá þeim á netföngum eða öðrum persónuupplýsingum á síðustu fimmtán mánuðum eða svo er nýtast til að koma upplýsingum og pósti til skila.

Af þessum sökum biðjum við þá sem ekki hafa fengið tilkynningu um uppfærslu en eiga rétt á henni, að senda okkur tölvupóst þar um á  tolvudeild@bondi.is