18. nóvember 2014

Hýsing á dkBúbót - Uppfærð

Nú hefur staðið yfir um tíma uppfærsla á tölvubúnaði hjá upplýsingatæknisviði sem m.a. hýsir dkBúbót. Með þessari uppfærslu sem er mikil að því leyti að notendur urðu mikið varir við hana, hefur verið skipt yfir í umhverfi sem gerir það að verkum að rekstarhæfni kerfisins í heild eykst til muna og er í raun bylting að svo mörgu leyti.
Þær uppfærslur sem þarf að gera framvegis á öllum hugbúnaði og vélbúnaði er nú unnt að gera án truflana á notendur, ef frá er talin uppfærsla á dkBúbót sjálfri en hún er venjulega uppfærð að næturlagi.

 

Nú er þessari uppfærslu lokið og er hýsingin opin !

Allir notendur eiga að hafa fengið tölvupóst um með hvaða hætti þeir eiga að skrá sig inn héðan í frá.

Hjálmar/