21. febrúar 2020

Grasrótarfundir í Húnaþingi

Bændasamtökin í samstarfi við Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda boða til funda sem hér segir:

Gauksmýri, mánudaginn 24. febrúar, kl. 11.00

Hólabak, mánudaginn 24. febrúar, kl. 14.30

Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður BÍ, mætir á fundina sem eru fyrst og fremst hugsaðir sem óformlegir spjallfundir. Tilgangurinn er að bændur ræði stöðu landbúnaðarins í bráð og lengd. Hvaða tækifæri og áskoranir bíða okkar á næstu misserum? Hvað vilja bændur leggja áherslu á í aðdraganda Búnaðarþings? Uppstokkun félagskerfisins, kjaramál, umhverfismál og áherslur í hagsmunabaráttunni mun örugglega bera á góma. Af nógu er að taka.

/Bændasamtök Íslands og Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda